„Þetta voru einfaldlega mjög mikilvæg tvö stig í átt að markmiði okkar sem er nú innan seilingar,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR glöð í bragði eftir þriggja marka sigur liðsins á Aftureldingu, 29:26, í 15. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Skógarseli í kvöld.
Eins og Sólveig segir þá færir sigurinn ÍR-inga nær markmiðinu um að halda sæti sínu í deildinni en liðið kom upp úr Grill 66-deildinni síðasta vor eftir sigur á Selfossi í umspili.
ÍR er í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig eftir 15 leiki, átta stigum á undan Aftureldingu sem er í sjötta sæti.
ÍR var mest átta mörkum yfir í leiknum en tapaði aðeins niður þræðinum á allra síðustu mínútum.
„Mér fannst sigurinn aldrei vera í hættu en við gerðum svolítið af tæknifeilum þegar leið nærri leikslokum. Það var kannski óþarflega mikið um slæm skot og tæknimistök en það sem upp úr stendur er góður sigur,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR í samtali við handbolta.is.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.