- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ár í að Rakel Sara mætir aftur út á völlinn

Rakel Sara Elvarsdóttir í leik með KA/Þór fyrir áramótin. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Það líður sennilega ár áður en ég mæti til leiks aftur,“ sagði handknattleikskonan Rakel Sara Elvarsdóttir í samtali við handbolta.is spurð hvenær væri von á henni aftur út á leikvöllinn með KA/Þór. Rakel Sara hefur ekkert leikið með KA/Þór eftir að keppni hófst aftur í Olísdeildinni á nýju ári.

„Ég sleit krossband á æfingu í desember og bíð eftir að komast í aðgerð,“ sagði Rakel Sara ennfremur og þar með var komin skýringin á fjarveru hennar en Rakel Sara fylgdist með viðureign ÍR og KA/Þórs í Olísdeildinni á síðasta laugardag af áhorfendapöllunum.

Rakel Sara, sló í gegn í hægra horninu með KA/Þór tímabilið 2020/2021 og valin efnilegasti leikmaður Olísdeildar vorið 2021 þegar KA/Þór varð Íslandsmeistari.

Rakel Sara gekk til liðs við Volda í Noregi sumarið 2022 og lék með liðinu í eitt ár í úrvalsdeildinni undir stjórn Halldórs Stefáns Haraldssonar núverandi þjálfara karlaliðs KA. Rakel Sara á að baki 9 A-landsleiki. Hún flutti á ný heim til Akureyrar síðasta sumar.

Aðgerð eftir hálfan mánuð

„Ég á tíma í aðgerð eftir hálfan mánuð hér fyrir sunnan,“ sagði Rakel Sara spurð um hvert væri næsta skref. „Eftir aðgerð tekur við endurhæfing,“ bætti hún við en í flestum tilfellum líður öðrum hvorum megin við 12 mánuði áður en handknattleiksfólk mætir aftur út á völlinn eftir aðgerð vegna krossbandaslits.

Fyrstu alvarlegu meiðslin

Rakel Sara sagðist vera bjartsýn á framhaldið og ætlar sér að mæta öflug til leiks á nýjan leik. „Fram að þessu hafði ég verið heppin með meiðsli. Þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin á ferlinum. Ég vinn mig út úr þeim,“ sagði Rakel Sara Elvarsdóttir handknattleikskona hjá KA/Þór.

Tengdar fréttir:

Martha tekur fram skóna – „Allar hendur á dekk“

Lífróður til loka deildarkeppninnar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -