- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Náðum aldrei tökum á okkar varnarleik

Jóhannes Berg Andrason að skora eitt af níu mörkum sínum í leiknum á Ásvöllum í kvöld. Kristinn Pétursson leikmaður Hauka fygist með. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Það verður varla fúlara tapið en þetta. Að komast í Höllina var eitt af okkar markmiðum og það er alltaf mjög slæmt þegar markmið nást ekki,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari karlaliðs FH vonsvikinn þegar handbolti.is náði af honum tali eftir að FH tapaði fyrir grönnum sínum í Haukum, 33:29, í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik í kvöld.

Vorum í eltingaleik frá upphafi

„Heilt yfir þá náðum við aldrei tökum á okkar varnarleik að þessu sinni. Fyrir vikið vorum við í eltingaleik frá upphafi til enda,“ sagði Sigursteinn en FH var aðeins yfir í upphafi leiksins, 1:0 og 2:0 og sjaldan eftir það að minnka muninn niður í eitt mark.

Sjálfstraust Hauka jókst

„Haukar efldust og fengu sjálfstraust eftir því sem á leikinn leið og þar af leiðandi varð leikurinn okkur sífellt erfiðari eftir því sem á leið. Það tekur á að vera alltaf í eltingaleik,“ sagði Sigursteinn.

Svekkjandi að ná ekki betri frammistöðu

„Við megum ekki grafa okkur ofan í holu þrátt fyrir þetta fúla tap. Framundan eru tveir leikir í Evrópukeppni úti á föstudag og laugardag. Það hefur verið fínn gangur í okkar frammistöðu allt fram til þessa. Staðan er góð í deildinni. En vissulega mjög svekkjandi að ná ekki betri frammistöðu í kvöld þegar svona mikið var undir,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH í samtali við handbolta.is á Ásvöllum í kvöld.

Allt sem við gerðum var þess virði eftir þennan sigur

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -