- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Adzic hefur valið landsliðið sem mætir Íslendingum

Tjasa Stanko, landsliðskona Slóvena, sækir að Rikke Iversen, Danmörku, í leik á EM 2020. Stanko er ein þeirra sem vænta má að mæti íslenska landsliðinu síðar í þessum mánuði. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Dragan Adzic, nýráðinn þjálfari slóvenska landsliðsins valdi í morgun 23 leikmenn til æfinga fyrir leikina tvo við íslenska landsliðið í umspili fyrir heimsmeistaramótið á Spáni. Leikirnir fara fram laugardaginn 17. apríl í Ljubljana og fjórum dögum síðar í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði.


Eftir því sem fram kemur í tilkynningu á heimsíðu Handknattleikssambands Slóveníu þá mun landsliðshópurinn koma saman síðdegis á mánudaginn.
Af 17 leikmönnum sem léku fyrir hönd Slóvena á EM í desember sl. eru 16 í hópnum að þessu sinni. Af 23 leikmönnum leika átta með félagsliðum utan heimalandsins. Sjö leika með Krim Mercator, meistaraliði Slóveníu, sem hefur um árabil leikið í Meistaradeild Evrópu.


Gašper Kovač, þjálfari yngri landsliða kvenna, verður Adzic til halds og trausts við undirbúninginn fyrir leikina við Íslendinga.


Markverðir:
Maja Vojnovič, RK Krim Mercator
Branka Zec, VfL Waiblingen, Þýskalandi
Amra Pandžić, Kastamonu Belediyesi GSK, Tyrklandi
Karin Kuralt, RK Olimpija
Aðrir leikmenn:
Aan Albina, ŽRK Krka Novo mesto
Emma Abina, RK Krim Mercator
Aneja Beganović, RK Podravka, Króatíu
Živa Čopi, ŽRK Krka Novo mesto
Nuša Fegic, ŽRK Mlinotest Ajdovščina

Teja Ferfolja, ŽRK Mlinotest Ajdovščina
Tija Gomilar Zickero, RK Krim Mercato
Ana Gros, Brest Handball, Frakklandi
Manca Jurič, RK Krim Mercator
Valetina Tina Klemenčič, RK Krim Mercator

Manca Kogovšek, ŽRD Litija
Nina Kovšca, ŽRK Mlinotest Ajdovščina
Barbara Lazović, CSM Búkarest, Rúmeníu
Nataša Ljepoja, RK Krim Mercator
Erin Novak, ŽRK Krka Novo mesto

Elizabeth Omoregie, CSM Búkarest, Rúmeníu
Tjaša Stanko, Metz Handball, Frakklandi
Maja Svetik, RK Krim Mercator
Nina Zulič, Kastamonu Belediyesi GSK, Tyrklandi

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -