- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66karla: Fjölnir áfram einu stigi á eftir ÍR

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fjölnismönnum tókst ekki að komast upp fyrir ÍR-inga í kapphlaupinu um það sæti Grill 66-deildar karla sem veitir keppnisrétt í Olísdeild karla á næstu leiktíð. Fjölnir tapaði fyrir nágrönnum sínu í ungmennaliði Fram, 31:29, í Lambagahöllinni í Úlfarsárdal. Fjölnir er þar með stigi á eftir ÍR í röð þeirra liða sem horfa löngunaraugum á sæti í Olísdeildinni.

ÍR hefur 20 stig eftir 14 leiki. Fjölnir er stigi á eftir og hefur auk þess leikið einum leik fleira. Þór er stigi á eftir Fjölni. Hörður er til alls líklegur í fjórða sæti með 16 stig og á leik inni á Þór og Fjölni. Hlekkur á stöðuna er hér rétt fyrir neðan.

Ungmennalið Fram er reyndar í efsta sæti deildarinnar með 26 stig en það er alveg sama hversu marga leiki liðið vinnur. Það fer ekki upp úr deildinni í vor en getur svo sannarlega haft áhrif á hvaða lið fer upp úr deildinni.

Unglingalandsliðsmaðurinn Max Emil Stenlund var atkvæðamestur ungmenna Framara í gær. Hann skoraði 10 mörk. Björgvin Páll Rúnarsson skoraði sjö mörk fyrir Fjölni.

Fleiri leikir voru í Grill 66-deild karla í gær. Ungmennalið Hauka vann stórsigur á ungmennaliði Víkings, 39:23, á Ásvöllum og ungmennalið HK gerði sér lítið fyrir og vann unngmennalið KA, 33:31, í KA-heimilinu.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Fram U – Fjölnir 31:29 (12:13).
Mörk Fram U.: Max Emil Stenlund 10, Arnþór Sævarsson 6, Felix Már Kjartansson 4, Theodór Sigurðsson 4, Sigurður Bjarki Jónsson 2, Róbert Árni Guðmundsson 2, Breki Hrafn Árnason 1, Daníel Stefán Reynisson 1, Tindur Ingólfsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 5, Garpur Druzin Gylfason 1.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 7, Alex Máni Oddnýjarson 5, Viktor Berg Grétarsson 5, Óðinn Freyr Heiðmarsson 4, Dagur Logi Sigurðsson 3, Elvar Þór Ólafsson 3, Haraldur Björn Hjörleifsson 1, Tómas Bragi Starrason 1.
Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 9, Bergur Bjartmarsson 2.

KA U – HK U 31:33 (15:17).
Mörk KA U.: Aron Daði Bergþórsson 9, Skarphéðinn Ívar Einarsson 9, Logi Gautason 7, Arnór Ísak Haddsson 3, Kristján Gunnþórsson 3.
Varin skot: Óskar Þórarinsson 7, Nicolai Horntvedt Kristensen 3.
Mörk HK U.: Ágúst Guðmundsson 9, Haukur Ingi Hauksson 5, Benedikt Þorsteinsson 4, Davíð Elí Heimisson 4, Ísak Óli Eggertsson 4, Marteinn Sverrir Bjarnason 4, Egill Már Hjartarson 1, Halldór Svan Svansson 1, Patrekur Guðni Þorbergsson 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 7.

Haukar U – Víkingur U 39:23 (18:8).
Mörk Hauka U.: Sigurður Snær Sigurjónsson 11, Bóas Karlsson 7, Freyr Aronsson 5, Kristófer Máni Jónasson 4, Stefán Karolis Stefánsson 4, Ásgeir Bragi Þórðarson 3, Egill Jónsson 3, Aron Ingi Hreiðarsson 1, Gísli Arnar Skúlason 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 12, Ari Dignus Maríuson 9.
Mörk Víkings U.: Sigurður Páll Matthíasson 7, Arnar Gauti Arnarsson 4, Kristófer Snær Þorgeirsson 3, Einar Marteinn Einarsson 2, Nökkvi Gunnarsson 2, Arnar Steinn Arnarsson 1, Benedikt Emil Aðalsteinsson 1, Bergur Breki Ragnarsson 1, Halldór Ingi Óskarsson 1, Hinrik Örn Jóhannsson 1.
Varin skot: Hinrik Örn Jóhannsson 5, Heiðar Snær Tómasson 1.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Tengt efni:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -