Kvennalandsliðið í handknattleik á handknattleikssviðið í kvöld. Fyrir dyrum stendur viðureign við sænska landsliðið á Ásvöllum klukkan 19.30 í kvöld. Leikurinn er liður í 3. umferð undankeppni Evrópumóts kvenna sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss frá 28. nóvember til 15. desember á þessu ári.
Í fyrramálið halda landsliðin til Svíþjóðar þar sem þau mætast aftur á laugardaginn í Karlskrona kl. 13. Síðustu tvær umferðir undankeppninnar fara fram í byrjun apríl.
Ókeypis verður inn á leikinn í kvöld í boði Arion banka.
Undankeppni EM kvenna, 7. riðill, 3. umferð:
Ásvellir: Ísland – Svíþjóð, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2.
Staðan í 7. riðli undankeppni EM:
Svíþjóð | 2 | 2 | 0 | 0 | 76:37 | 4 |
Ísland | 2 | 2 | 0 | 0 | 60:37 | 4 |
Færeyjar | 2 | 0 | 0 | 2 | 43:65 | 0 |
Lúxemborg | 2 | 0 | 0 | 2 | 31:71 | 0 |
Lúxemborg og Færeyjar eigast við í Lúxemborg í kvöld.
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari tilkynnti fyrir stundu hvaða 16 konum hann teflir fram í leiknum við Svía.
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (55/2)
Sara Sif Helgadóttir, Val (7/0).
Aðrir leikmenn:
Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara (7/3).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (22/5).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (8/11).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (15/33).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (12/10).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (104/123).
Katla María Magnúsdóttir, Selfossi (5/2).
Lilja Ágústsdóttir, Val (20/14).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (44/79).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (86/64).
Thea Imani Sturludóttir, Val (74/158).
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi (0/0).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (43/46).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (133/384).
Þrjár úr 19 kvenna hópnum sem valinn var til undirbúnings fyrir leikinn verða ekki með í kvöld, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF, og Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR.