Forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik karla stóð yfir frá 14. til 17. mars á þremur stöðum í Evrópu. Leikið var í þremur fjögurra liða riðlum. Tvö efstu lið hvers riðils öðluðust þátttökurétt í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í París frá 25. júlí til 11. ágúst.
Spánn, Slóvenía, Króatía, Þýskaland, Noregur og Ungverjaland tryggðu sér farseðil til Parísar í forkeppninni. Áður var ljóst að Frakkar, Danir, Svíar, Japanir, Egyptar og Argentína senda einnig karlalandslið til keppni á Ólympíuleikunum.
Hér fyrir neðan er leikjadagskrá forkeppninnar sem fram fór síðustu daga, úrslit leikjanna og lokastaðan í hverjum riðli.
Riðill 1 – Granollers
14. mars:
Spánn – Barein 39:27 (18:11).
Slóvenía – Brasilía 27:26 (13:12).
15. mars:
Barein – Brasilía 24:25 (14:11).
Spánn – Slóvenía 32:22 (20:13).
17. mars:
Barein – Slóvenía 27:32 (12:17).
Spánn – Brasilía 28:26 (14:14).
Lokastaðan:
Spánn* | 3 | 3 | 0 | 0 | 99:75 | 6 |
Slóvenía* | 3 | 2 | 0 | 1 | 81:84 | 4 |
Brasilía | 3 | 1 | 0 | 2 | 77:79 | 2 |
Barein | 3 | 0 | 0 | 3 | 77:96 | 0 |
*taka þátt í Ólympíuleikunum í sumar.
– Aron Kristjánsson er landsliðsþjálfari Barein.
Riðill 2 – Hannover
14. mars:
Þýskaland – Alsír 41:29 (16:13).
Króatía – Austurríki 35:29 (16:16).
16. mars:
Þýskaland – Króatía 30:33 (10:16).
Alsír – Austurríki 26:41 (13:20).
17. mars:
Austurríki – Þýskaland 31:34 (15:18).
Króatía – Alsír 34:22 (15:11).
Lokastaðan:
Króatía* | 3 | 3 | 0 | 0 | 102:81 | 6 |
Þýskaland* | 3 | 2 | 0 | 1 | 105:93 | 4 |
Austurríki | 3 | 1 | 0 | 2 | 101:95 | 2 |
Alsír | 3 | 0 | 0 | 3 | 77:116 | 0 |
*taka þátt í Ólympíuleikunum í sumar.
– Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands.
– Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu.
Riðill 3 – Tatabánya
14. mars:
Noregur – Portúgal 32:29 (18:13).
Ungverjaland – Túnis 33:24 (17:10).
16. mars:
Portúgal – Túnís 37:29 (18:12).
Noregur – Ungverjaland 29:25 (16:13).
17. mars:
Túnis – Noregur 24:41 (12:20).
Ungverjaland – Portúgal 30:27 (16:16).
Lokastaðan:
Noregur* | 3 | 3 | 0 | 0 | 102:78 | 6 |
Ungverjaland* | 3 | 2 | 0 | 1 | 88:80 | 4 |
Portúgal | 3 | 1 | 0 | 2 | 87:91 | 2 |
Túnis | 3 | 0 | 0 | 3 | 77:111 | 0 |
*taka þátt í Ólympíuleikunum í sumar.
Fyrir forkeppnina höfðu sex þjóða tryggt sér þátttökurétt á ÓL 2024:
Frakkland, gestgjafi.
Danmörk, heimsmeistari.
Japan, vann forkeppni Asíu.
Argentína, vann forkeppni Suður Ameríku.
Egyptaland, Afríkumeistari.
Svíþjóð, frá EM karla 2024.
Forkeppni handknattleikskeppni kvenna fer fram 11. til 14. apríl.