- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Steinunn með landsliðinu á ný – Þórey Anna ekki – óvissa vegna meiðsla

Steinunn Björnsdóttir landsliðskona og leikmaður Fram skoraði níu mörk gegn Gróttu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Steinunn Björnsdóttir, handknattleikskona úr Fram, gefur kost á sér á ný í íslenska landsliðið í handknattleik sem kemur saman til æfinga eftir næstu helgi og mætir landsliðum Lúxemborgar og Færeyja í tveimur síðustu leikjunum í undankeppni EM 3. og 7. apríl. Steinunn lék síðast með landsliðinu í umspilsleikjum HM í apríl á síðasta ári en fór eftir það í fæðingarorlof og fæddi dreng í nóvember

21 kona í hópnum

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur valið 21 konu til æfinga og þátttöku í leikjunum tveimur sem skipta miklu máli í þeirri ætlan íslenska landsliðsins að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í desember. Heimaleikurinn við færeyska landsliðið 7. apríl er úrslitaleikur um annað sæti 7. riðils undankeppninnar.

Gefur ekki kost á sér

Athygli vekur að Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikmaður Vals er ekki í hópnum. Samkvæmt upplýsingum handbolta.is ákvað hún að gefa ekki kost á sér að þessu sinni. 

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hvetur leikmenn sína til dáða. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Katrín Anna nýliði

Katrín Anna Ásmundsdóttir unglingalandsliðskona úr Gróttu er valinn í landsliðið í fyrsta sinn. Katrín Anna leikur í hægra horni og hefur gert það gott með yngri landsliðunum á síðustu árum m.a. með nokkru konum sem þegar eiga sæti í A-landsliðinu, Elínu Klöru Þorkelsdóttur, Lilju Ágústsdóttur og Tinnu Sigurrós Traustadóttur. 

Díana með eftir meiðsli

Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður BSV Sachsen Zwickau, hefur jafnað sig af meiðslum og kemur inn í hópinn á ný. Hún var ekki með gegn Svíum í lok febrúar og í byrjun mars vegna meiðsla. Einnig er mætir Hafdís Renötudótir markvörður aftur til leiks eftir fjarveru vegna meiðsla í leikjunum við Svía fyrir skemmstu.

Óvissa hjá tveimur

Óvissa ríkir um þátttöku tveggja kvenna sem valdar eru. Andrea Jacobsen er rétt að að hefja æfingar aftur eftir að hafa orðið fyrir höfuðhöggi í janúar. Hin er Hildigunnur Einarsdóttir leikmaður Vals. Hún meiddist illa á ökkla í viðureign Vals og Hauka í Olísdeildinni á síðasta laugardag. 

Katla María Magnúsdóttir, Selfossi, var ekki valin vegna meiðsla. Aldís Ásta Heimisdóttir er heldur ekki með að þessu sinni.

Æfingar eftir helgi

Leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum koma saman til æfinga eftir næst helgi. Þær sem eru með erlendum félagsliðum bætast væntanlega ekki við fyrr en u.þ.b. viku síðar vegna leikja með félagsliðum sínum. 

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2).
Hafdís Renötudóttir, Val (56/3).
Sara Sif Helgadóttir, Val (9/0).
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (0/0).
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (50/75).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (17/39).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (10/17).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (106/124).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (13/10).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu (0/0).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6).
Lilja Ágústsdóttir, Val (22/15).
Perla Rut Albertsdóttir, Selfossi (46/85).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64).
Thea Imani Sturludóttir, Val (76/168).
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi (2/1).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391).

7.riðill, staðan:

Svíþjóð4400150:848
Ísland4202107:1114
Færeyjar4202116:1024
Lúxemborg400468:1440

Úrslit leikja til þessa:
Ísland – Lúxemborg 32:14 (19:7).
Svíþjóð – Færeyjar 37:20 (19:13).
Færeyjar – Ísland 23:28 (12:11).
Lúxemborg – Svíþjóð 17:39 (7:15).
Lúxemborg – Færeyjar 16:34 (9:16).
Ísland – Svíþjóð 24:37 (12:17).
Svíþjóð – Ísland 37:23 (18:11).
Færeyjar – Lúxemborg 39:21 (17:9).

Færeyska landsliðið sem mætir Íslandi hefur verið valið

EM kvenna ’24: Úrslit og staðan – 3. og 4. umferð

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -