- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rúmenar hafa bara fagnað sigri á Val á Íslandi

Úr Evrópuleik Vals fyrir fáeinum árum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Valur mætir rúmenska liðinu Steaua í Búkarest í Rúmeníu í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópbikarkeppni karla í handknattleik. Flautað verður til leiks kl. 17. Leikurinn verður ekki sendur í sjónvarpi né verður honum streymt á netinu.

Íslensk lið hafa leikið 16 leiki gegn liðum frá Rúmeníu í Evrópukeppninni. Sigurleikir eru fimm, eitt jafntefli og tíu leikir hafa tapast.

Lið frá Rúmeníu hafa leikið sex leiki á Íslandi, tapað fimm, en fagnað sigri í leik gegn Val 1978.

Hér er listinn yfir Evrópuleikina. Fram, sem fagnaði sigri í Rúmeníu 2007, lék alla fjóra Evrópuleiki sína þar í landi.

Meistarakeppnin:
1978-1979: Valur - Dynamo Búkarest 19:25 (H), 20:20 (Ú)
Áskorendakeppnin:
2004-2005: Fram - Uztelsc Ploiesti; báðir úti. 25:32 - 25:27
Áskorendakeppnin:
2005-2006: KA - Steaua Búkarest 24:23 (H), 21:30 (Ú)
Áskorendakeppnin:
2007-2008: Fram Poli-Izometal; báðir úti. 24:26, 24:23.
- Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, átti stórleik með Fram í Rúmeníu, varði 19 skot.
EHF-keppnin:
1988-1989: FH - Minaur Baia Mare 31:39 (Ú), 32:19 (H)
Áskorendakeppnin:
2016-2017: Valur - AHC Potaissa Turda 30:22 (H), 23:32 (Ú)
Áskorendakeppnin:
2017-2018: ÍBV - AHC Potaissa Turda 31:28 (H), 24:28 (Ú)
EHF-keppnin:
2021-2022: Haukar - CSM Focsani 26:28 (Ú), 27:26 (H)

Valsmenn léku 12 leiki

Valsliðið, sem hefur leikið 8 leiki án þess að tapa í Evrópubikarkeppninni 2023-2024, og á tvo leiki framundan, jafnvel fleiri.

Valur setti met er liðið lék 12 leiki í Evrópudeildinni keppnistímabilið 2022- 2023. Valur, undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar, lék 10 leiki í riðlakeppninni og síðan tvo leiki í 16-liða úrslitum. Ekkert íslenskt lið hefur leikið svo marga Evrópuleiki á einu keppnistímabili

Þetta og fleira sem tengist karlaliði Vals í handknattleik að fornu og nýju er rifjað upp í tilefni þess að í dag leikur Valur við Steaua Búkarest í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna. Sú síðari fer fram í N1-höll Valsara á Hlíðarenda á næsta laugardag.

Fleira í þessari upprifjun er að finna þegar smellt er á hlekkinn hér fyrir neðan:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -