Elín Klara Þorkelsdóttir, leikstjórnandi Hauka og landsliðskona, varð markahæst í Olísdeild kvenna en keppni í deildinni lauk á laugardaginn. Hún skoraði 142 mörk í 21 leik deildarinnar eða 6,76 mörk að jafnaði í leik. Elín Klara skoraði níu mörkum fleiri en Þórey Anna Ásgeirsdóttir úr Val sem lék einum leik færra. Þórey Anna skoraði að meðaltali 6,65 mörk í leik eða alls 133 í 20 viðureignum.
Karen Tinna Demian, leikmaður nýliða ÍR, varð þriðja í röðinni með 125 mörk. Karen Tinna lék 18 leiki og skoraði þar með 6,94 mörk að jafnaði í leik.
Þetta er í fyrsta sinn sem Elín Klara verður markadrottnig Olísdeildar. Hún varð þriðja á síðasta ári með 136 mörk á eftir Kötlu Maríu Magnúsdóttur, Selfossi, og Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttir, ÍBV. Hanna varð markadrottning Olísdeildar í fjórða sinn í fyrra. Hún lék ekki með ÍBV í vetur vegna meiðsla.
Samkvæmt tölfræðiveitunni HBStatz var Elín Klara einnig besti leikmaður Olísdeildar.
Neðantaldar skoruðu 60 mörk eða fleiri í Olísdeild kvenna leiktímabilið 2023/2024:
| Nafn: | Félag: | mörk: |
| Elín Klara Þorkelsdóttir | Haukum | 142 |
| Þórey Anna Ásgeirsdóttir | Val | 133 |
| Karen Tinna Demian | ÍR | 125 |
| Eva Björk Davíðsdóttir | Stjörnunni | 115 |
| Helena Rut Örvarsdóttir | Stjörnunni | 110 |
| Sunna Jónsdóttir | ÍBV | 102 |
| Thea Imani Sturludóttir | Val | 102 |
| Embla Steindórsdóttir | Stjörnunni | 101 |
| Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín | Fram | 100 |
| Hildur Lilja Jónsdóttir | Aftureldingu | 100 |
| Birna Berg Haraldsdóttir | ÍBV | 97 |
| Inga Dís Jóhannsdóttir | Haukum | 89 |
| Lena Margrét Valdimarsdóttir | Fram | 88 |
| Nathalia Soares Baliana | KA/Þór | 88 |
| Elísa Elíasdóttir | ÍBV | 87 |
| Þórey Rósa Stefánsdóttir | Fram | 85 |
| Elín Rósa Magnúsdóttir | Val | 77 |
| Harpa María Friðgeirsdóttir | Fram | 77 |
| Sara Dögg Hjaltadóttir | ÍR | 76 |
| Lilja Ágústsdóttir | Val | 71 |
| Anna Karen Hansdóttir | Stjörnunni | 68 |
| Lydía Gunnþórsdóttir | KA/Þór | 67 |
| Hildigunnur Einarsdóttir | Val | 66 |
| Katrín Helga Davíðsdóttir | Aftureldingu | 63 |
| Ragnhildur Hjartardóttir | Aftureldingu | 62 |
| Susan Ines Barinas Gamboa | Aftureldingu | 60 |
Tengdar fréttir:
Markahæst í deildinni í fjórða sinn – samherjarnir eiga hlut að máli
Markadrottning Olísdeildar: Geggjað að hafa náð þessu markmiði
Ragnheiður markadrottning – hugsa frekar um nýtingu en fjölda marka


