- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðráðin í að tryggja okkur sæti í lokakeppni EM

Thea Imani Sturludóttir leikmaður íslenska landsliðsins. Mynd/Carina Johansen - EPA
- Auglýsing -

„Það er alltaf gaman að koma saman og hefja undirbúning fyrir næsta verkefni,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is en framundan hjá landsliðinu eru tveir síðustu leikir undankeppni Evrópumótsins 2024, gegn Lúxemborg ytra 3. apríl og Færeyjum heima 7. apríl.

Íslenska landsliðið er á barmi þess að tryggja sér sæti í lokakeppni EM. Undirbúningur fyrir leikina hófst á mánudaginn með leikmönnum sem leika heima en þær sem leika utan lands bætast í hópinn. Ekkert verður slegið af við æfingar og undirbúning áður en farið verður til Lúxemborgar á þriðjudagsmorgun.

Mikilvæg æfingavika

„Það er stutt síðan við komum saman síðast til æfinga og leikja. Við höldum áfram að vinna í okkar málum, taka þá reynslu sem við viljum taka úr síðasta verkefni. Auka vika við æfingar hér heima er mikilvæg þótt ekki séu allir leikmenn með því þær sem leika utanlands bætast ekki í hópinn fyrr en upp úr næstu helgi. Æfingavikurnar eru ekki margar yfir árið hjá landsliðinu. Þess vegna er nauðsynlegt að nýta sem best þann tíma sem gefst,“ sagði Thea Imani sem staðið hefur í ströngu með Val síðustu vikur og mánuði en liðið var bæði deildar- og bikarmeistari.

Horfum á markið

„Við leggjum allt í sölurnar því við erum staðráðin í að tryggja okkur sæti í lokakeppni Evrópumótsins. Við höfum horft á þetta takmark lengi og ætlum ekki að láta það ganga okkur úr greipum,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona í samtali við handbolta.is fyrir æfingu landsliðsins í vikunni.

Staðan í 7. riðli undankeppni EM:

Svíþjóð4400150:848
Ísland4202107:1114
Færeyjar4202116:1024
Lúxemborg400468:1440

Sjá einnig: Aðallega telur Addi að ég hafi eitthvað fram að færa

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -