- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aðallega telur Addi að ég hafi eitthvað fram að færa

Steinunn Björnsdóttir leikur sinn fyrsta landsleik í ár í dag gegn Færeyingum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Aðallega telur Addi að ég hafi eitthvað fram að færa,“ sagði Steinunn Björnsdóttir glöð í bragði við handbolta.is á þriðjudaginn þegar hún var að hefja æfingu með íslenska landsliðinu í handknattleik sem býr sig undir leikinn við Lúxemborg og Færeyjar í undankeppni Evrópumótsins í fyrstu viku aprílmánaðar.

Ár er síðan Steinunn var síðast með landsliðinu en hún átti annað barn sitt í nóvember og byrjaði að leika á ný með Fram í febrúar.

Taugar sem toga

„Ég ákvað að gefa kost á mér í þetta verkefni með stelpunum. Ennþá toga einhverjar taugar til landsliðsins. Ég æfi með þeim næstu daga en fer ekki með út í leikinn við Lúxemborg eftir helgi. Ég verð aftur á móti klár í slaginn ef þörf verður gegn Færeyingum hér heima sjöunda apríl,“ sagði Steinunn.

Sjá einnig: Svolítið stress yfir hvað Tryggvi leyfði mér að gera

Risastór möguleiki

„Það er gaman að geta tekið þátt í þessu með stelpunum. Framundan er risastór möguleiki fyrir landsliðið sem við stefnum á og ef ég get eitthvað hjálpað til þá er hef ég ánægju af því,“ segir Steinunn en kvennalandsliðið er ekki langt frá sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss í desember. Tólf ár eru síðan kvennalandsliðið var síðast með á EM.

Vonandi tækifæri

„Ég var í æfingahópum fyrir HM og EM 2011 og 2012 en náði ekki í gegn. Vonandi er eitthvað tækifæri framundan í þeim efnum,“ segir Steinunn sem lengi hefur verið í hóp allra fremstu handknattleikskvenna landsins.

Sigur tryggir betri stöðu

Steinunn segir ennfremur að sigur í leiknum við Lúxemborg ytra 3. apríl tryggi landsliðinu væntanlega farseðilinn á EM þar sem nær allt bendir til þess að þrjú lið fari áfram úr 7. riðli undankeppninnar. Engu að síður þá stefni íslenska liðið á að tryggja sér annað sætið í riðlinum á eftir Svíum. Til þess þarf að vinna Færeyinga í síðasta leiknum. Annað sæti í riðlinum tryggir betri stöðu þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar.

Lærdómur og reynsla

„Fyrir utan að við viljum ná öðru sæti þá er gaman fyrir okkur að fá úrslitaleik á heimavelli um annað sæti riðilsins. Það er langt síðan við höfum verið á þessum stað. Auk þess er það hollt fyrir okkur að spila þýðingamikinn leik við þjóð sem við eigum kannski að vinna. Í þessu er fólginn lærdómur og reynsla,“ segir Steinunn Björnsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolti.is.

Staðan í 7. riðli undankeppni EM:

Svíþjóð4400150:848
Ísland4202107:1114
Færeyjar4202116:1024
Lúxemborg400468:1440
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -