„Það er mikilvægt að fá þessa aukaviku saman til undirbúnings þótt ekki séum við allar og þær vanti sem leika erlendis. Það er alltaf gaman með landsliðinu og við njótum þess að vinna saman og bæta okkar leik,“ sagði hin þrautreynda landsliðskona Sunna Jónsdóttir í samtali við handbolta.is fyrir eina af æfingum landsliðsins í vikunni.
Íslenska landsliðið býr sig þessa dagana af kostgæfni undir síðustu tvo leikina í undankepni Evrópumótsins sem fram fara í Lúxemborg 3. apríl og á Ásvöllum 7. apríl gegn færeyska landsliðinu. Íslenska landsliðið er í afar góðri stöðu og getur með sigri á Lúxemborg á miðvikudaginn ytra tryggt sér farseðil í lokakeppni EM í fyrsta sinn í 12 ár.
„Við ætlum að láta drauminn rætast og tryggja okkur farseðil inn á stórmót, loksins. Nú er komið að því. Við erum í góðri stöðu og erum vel einbeittar á verkefnið sem eru þessir tveir leikir.
Við höfum verið mikið saman á síðustu mánuðum og fengum HM sem bónus við undirbúninginn. Okkur hefur tekist að myndað ákveðna menningu innan hópsins sem virkar. Það eru bara skemmtilegir tímar framundan,“ sagði Sunna Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik.
Staðan í 7. riðli undankeppni EM:
Svíþjóð | 4 | 4 | 0 | 0 | 150:84 | 8 |
Ísland | 4 | 2 | 0 | 2 | 107:111 | 4 |
Færeyjar | 4 | 2 | 0 | 2 | 116:102 | 4 |
Lúxemborg | 4 | 0 | 0 | 4 | 68:144 | 0 |
Sjá einnig: EM kvenna ’24: Úrslit og staðan – 3. og 4. umferð
Aðallega telur Addi að ég hafi eitthvað fram að færa