- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið er farið til Lúxemborgar

Sunna Jónsdóttir, fyrirliði, Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir landsliðskonur. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hélt frá landinu í morgun áleiðis til Lúxemborgar þar sem það leikur næst síðasta leik sinn í undankeppnin Evrópumótsins á miðvikudaginn klukkan 16.45. Flogið var til Brussel og þaðan verður farið með langferðabifreið til Lúxemborgar og komið á áfangastað um miðjan dag. Áformað er að landsliðið æfi í Centre sportif National d’COQUE-keppnshöllinni síðdegis gangi ferðaáætlunin eftir.

Takist íslenska landsliðinu að vinna leikinn í Lúxemborg hefur það tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss frá 28. nóvember til 15. desember.

Að leiknum loknum í Lúxemborg kemur landsliðið rakleitt heim og mætir Færeyingum í síðasta leik undankeppninnar á Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl kl. 16. Endurgjaldslaus aðgangur verður á leikinn í boði Icelandair.

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari og Ágúst Þór Jóhannsson aðstoðarþjálfari hafa í mörg horn að líta næstu daga. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Tvær hitta hópinn ytra

Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir koma til móts við hópinn ytra. Báðar voru þær að leika með félagsliðum sínum á laugardaginn í Danmörku og Þýskalandi.

Þrjár urðu eftir heima

Þrjár úr 19 kvenna landsliðshópnum sem hefur verið við æfingar síðustu daga urðu eftir heima: Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals, Katrín Anna Ásmundsdóttir, nýliði úr Gróttu, og Framarinn Steinunn Björnsdóttir.

Sjá einnig: EM kvenna ’24: Úrslit og staðan – 3. og 4. umferð

Leikmannahópur Íslands gegn Lúxemborg er skipaður eftirtöldum:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2).
Hafdís Renötudóttir, Val (56/3).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (50/75).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (17/39).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (10/17).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (13/10).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6).
Lilja Ágústsdóttir, Val (22/15).
Perla Rut Albertsdóttir, Selfossi (46/85).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64).
Thea Imani Sturludóttir, Val (76/168).
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi (2/1).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391).

  • Viðureign Íslands og Lúxemborgar verður send út hjá RÚV. Einnig ætlar handbolti.is af fylgjast með af mætti í textalýsingu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -