- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Þór kominn í sóttkví – landsleikir framundan

Arnór Þór Gunnarsson er annar þjálfara Bergischer HC. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Arnór Þór Gunnarsson og samherjar í þýska handknattleiksliðinu Bergischer HC eru farnir í sóttkví aðeins 10 dögum eftir að þeir losnuðu úr sóttkví þegar smit greindist innan leikmannahópsins í lok mars. Eftir skimun hjá leikmönnum í fyrradag reyndist einn smitaður af kórónuveirunni.


Arnór Þór sagði við handbolta.is í dag að það skýrðist um helgina hvort þessi staðreynd hefði áhrif á þátttöku hans í þremur leikjum með íslenska landsliðinu sem fram eiga að fara í næstu viku og um aðra helgi.


„Ég er frískur en veit meira á laugardaginn,“ sagði Arnór Þór við handbolta.is.

„Þetta er svo ný skeð að það er enn verið að skoða allt. Við förum aftur í test á föstudaginn. Eftir það verður staðan tekin og rakningarteymið hérna og heilbrigðisyfirvöld ákveða næstu skref. Það er allavega búið að fresta leiknum við Leipzig sem átti að vera á sunnudaginn,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður þýska 1. deildarliðsins Bergischer HC.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -