Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna hefur gert eina breytingu á landsliðinu sem mætir Færeyingum í dag frá leiknum við Lúxemborg ytra á miðvikudaginn. Steinunn Björnsdóttir úr Fram kemur inn í hópinn í stað Katrínar Tinnu Jensdóttur leikmanns ÍR. Ár er liðið frá því að Steinunn lék síðasta með landsliðinu en hún eignaðist barn í nóvember.
Leikur Íslands og Færeyja fer fram á Ásvöllum í dag og hefst klukkan 16. Ókeypis aðgangur er leikinn í boði Icelandair.
Viðureignin er í síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins. Með sigri eða jafntefli gulltryggir íslenska landsliðið sér farseðilinn á EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss frá 28. nóvember til 15. desember. Ísland hefur ekki átt þátttökulið á EM kvenna í 12 ár.
Íslenska liðið sem mætir til leiks í dag er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (58/2).
Hafdís Renötudóttir, Val (57/4).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (51/76).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (25/5).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (51/71).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (18/43).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (11/19).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (14/13).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (14/11).
Lilja Ágústsdóttir, Val (23/18).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (47/88).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (89/65).
Thea Imani Sturludóttir, Val (77/169).
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi (3/2).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (136/398).
Sjá einnig: „Við ætlum að sækja sigur á Ásvelli“
EM kvenna ’24: Úrslit og staðan fyrir lokaumferðina