- Auglýsing -
- Einar Ingi Hrafnsson fyrrverandi handknattleiksmaður hjá Aftureldingu hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar. Hann hefur störf um næstu mánaðamót. Einar lagði handknattleiksskóna á hilluna eftir leiktíðina á síðasta vori og hefur m.a. getið sér gott orð við lýsingar frá kappleikjum Olísdeildar í sjónvarpi Símans í vetur.
- Einar er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að vera leggja lokahönd á meistaranám í stjórnun og stefnumótun samhliða vinnu. Sambýliskona Einars er Þórey Rósa Stefánsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður Fram.
- Tryggvi Þórisson og liðsmenn IK Sävehof eru komnir með tvo vinninga í rimmu sinni við Malmö í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Sävehof krækti í annan vinninginn í gærkvöld með sjö marka sigri í Malmö, 33:26. Næsti leikur liðanna verður á fimmtudaginn í Partille. Tryggvi skoraði ekki mark í leiknum í Malmö.
- HSC 2000 Coburg, sem Tumi Steinn Rúnarsson leikur með, tapaði fyrir TuS N-Lübbecke á útivelli í gærkvöld, 28:22, í 2. deild þýska handknattleiksins. Tumi Steinn skoraði ekki mark en átti tvær stoðsendingar. Coburg er í áttunda sæti deildarinnar en TuS N-Lübbecke í sjötta sæti þegar sjö umferðir standa út af borðinu. Stöðuna í deildinni er að finna hér.
- Auglýsing -