Hrannar Guðmundsson þjálfari karlaliðs Stjörnunnar var skiljanlega í sjöunda himni eftir sigurinn á Aftureldingu í annarri umferð átta liða úrslita Olísdeildar karla í handknattleik í Mýrinni í kvöld, 27:25. Þar með verður hreinn úrslitaleikur á milli liðanna um sæti í undanúrslitum í Mosfellsbæ á þriðjudaginn.
„Það hefur ekkert lið komist áfram í keppninni með því að vera aumingjar,“ sagði Hrannar brattur og sló um sig á ensku í framhaldinu en hans menn stóðu svo sannarlega út úr hnefa í viðureigninni í kvöld sem var æsilega spennandi eins og fyrri viðureignin í Mosfellsbæ á miðvikudagskvöld.
„Það var ótrúlega mikill karakter í okkur að vinna leikinn. Vörnin var geggjuð,“ sagði Hrannar og tók undir með handbolta.is að lokakaflinn hafi verið spegilmynd af viðureigninni á miðvikudagskvöld, nema að nú snerust hlutverkin við.
Um oddaleikinn sagði Hrannar stutt og laggott: „Það er bara fulla ferð og engar bremsur.“
Sjá einnig:
Myndskeið: Síðasta sókn Aftureldingar í Mýrinni
Oddaleikur að Varmá á þriðjudagskvöld eftir háspennu í Mýrinni
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni
Myndskeið: Ætlum okkur bara áfram