Ekki tókst leikmönnum ÍBV að standast deildarmeisturum Vals snúning á heimavelli í kvöld þegar liði mættust öðru sinni í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik. Valsmenn höfðu yfirburði eins og í fyrstu viðureigninni á heimavelli á þriðjudaginn. Lokatölur í Eyjum í kvöld, 34:23. Níu mörkum munaði á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 18:9.
Með sama framhaldi er allt eins líklegt að Valur binda enda á einvígið á heimavelli á þriðjudagskvöldið þegar liðin mætast í þriðja sinn. Alltént verður Eyjaliði að sýna aðrar hliðar en það hefur gert í tveimur fyrstu leikjunum ætli það sér að komast hjá því að hefja sumarleyfið um mánaðaótinu.
Eins og fyrsta leik liðanna þá gerði Valsliðið um leikinn í fyrri hálfleik með framúrskarandi varnarleik, frábærri markvörslu og hröðum sóknum. Leikmenn ÍBV áttu fá svör og þótt þeim tækist betur til í síðari hálfleik þá stóð Valsliðinu aldrei nein ógn af heimaliðinu. Um miðjan síðari háfleik var forskot Vals orðið 11 mörk.
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 5, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4/4, Þóra Björg Stefánsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 3, Elísa Elíasdóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 1, Karolina Olszowa 1, Amelía Einarsdóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 7, 20,6% – Réka Edda Bognár 0.
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 11/3, Elín Rósa Magnúsdóttir 5, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 4, Lilja Ágústsdóttir 2, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Guðrún Hekla Traustadóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 14, 48,3% – Sara Sif Helgadóttir 3, 27,3%.
Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.