- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Níu dagar í næsta undanúrslitaleik – óvissa um úrslitaleikina

Leikmenn FH hafa nóg að gera í október og í nóvember. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Fjórða viðureign Aftureldingar og Vals í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla fer fram á heimavelli Vals miðvikudaginn í næstu viku, 15. maí. Afturelding hefur tvo vinninga en Valur einn eftir sigur Aftureldingar í gær, 26:25.

Liðið sem fyrr vinnur þrjár viðureignir leikur til úrslita. Einvíginu getur lokið fimmtánda ef Afturelding vinnur aftur. Ef Valur vinnur heimaleik sinn 15. maí mun sennilega líða vika í viðbót áður en oddaleikurinn fer fram.

Meðan bíða FH-ingar sem gerðu út um rimmu sína við ÍBV í gærkvöld. Í besta falli verður fyrsti úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn eftir um hálfan mánuð, að því tilskyldu að Afturelding vinni Val í fjórða leiknum. Annars geta liðið þrjár vikur ef Valur leikur til úrslita við FH.

Landsleikir framundan

Vegna leikja landsliða Íslands og Eistlands í umspili um sæti á heimsmeistaramótin er ekki mögulegt að halda rimmu Afturelding og Vals áfram fyrr en landsleikirnir verða að baki. Bæði lið eiga leikmenn í landsliðinu. Landsleikirnir við Eistlendinga fara fram miðvikudaginn 8. maí í Laugardalshöll og laugardaginn 11. maí í Tallinn.

Ef ekki tekst að ljúka undanúrslitarimmu Aftureldingar og Vals miðvikudaginn 15. verður fimmta og síðasta viðureignin vart fyrr en viku síðar (kannski 21. maí) vegna úrslitaleikja Vals og Olympiacos í Evrópubikarkeppninni 18. og 25. maí í Reykjavík og Aþenu.

Fyrsti leikur hvítasunnuhelgina?

Verði endi bundinn á úrslitarimmu Aftureldingar og Vals 15. maí getur úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn hafist nokkur dögum síðar, hugsanlega um hvítasunnuhelgina, 18. – 20. maí.

Eða 29. apríl?

Komi til fimmta leiks Aftureldingar og Vals, kannski 21. maí og niðurstaðan verður sú að Valur leikur við FH, er viðbúið að fyrsti úrslitaleikurinn verði ekki fyrr en í síðustu viku maí, t.d. 28. eða 29. maí. Úrslitarimman getur farið í fimm viðureignir.

Tilmæli EHF

Ofan í þetta allt saman blandast tilmæli frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, um að allri deildakeppni í evrópsku handknattleik verði lokið í síðasta lagi 2. júní.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -