- Auglýsing -
- Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik er í liði 31. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Kemur það alls ekki á óvart eftir frábæran leik hans með Leipzig gegn Göppingen á dögunum. Hann skoraði 10 mörk og gaf tvær stoðsendingar í sigurleik Leipzig, 30:27.
- Viggó verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Eistlendingum í umspilsleik um HM-sæti í Laugardalshöll í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
- Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fimm mörk og Aldís Ásta Heimisdóttir fjögur þegar lið þeirra, Skara HF, tapaði naumlega fyrir IK Sävehof, 26:24, í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn fór fram í Skara. Staðan er jöfn, hvort lið hefur einn vinning. Næsti leikur verður á heimavelli IK Sävehof á laugardaginn. Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslit. Skuru og Önnereds eigast við í hinni undanúrslitarimmunni.
- Storhamar tapaði fyrir Sola, 27:25, í Hamar í gær í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna í gær. Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar og verður það út leiktíðina þegar hann hann söðlar um. Næsti leikur liðanna verður á heimavelli Sola í nágrenni Stafangurs að viku liðinni.
- Auglýsing -