- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ólafur klæðist búningi FH á nýjan leik

Ólafur Gústafsson t.v. ásamt Ásgeiri Jónssyni formanni handknattleiksdeildar FH. Mynd/FH
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn þrautreyndi, Ólafur Gústafsson hefur ákveðið að snúa heim í heiðardalinn og skrifað undir samning við uppeldisfélag sitt, FH. Ólafur hefur síðustu fjögur ár leikið með KA eftir að hafa flutt heim frá Danmörku.

Ólafur, sem er 35 ára gamall, er uppalinn hjá FH og lék með liði félagsins alla yngri flokka og upp í meistaraflokk. Ólafur varð Íslandsmeistari með FH 2011 og gekk til liðs við Flensburg í Þýskalandi í upphafi árs 2012. Með Flensburg vann Ólafur m.a. Meistaradeild Evrópu fyrir 10 árum en kvaddi félagið þá um sumarið, 2014, og varð leikmaður Aalborg Håndbold í tvö ár. Þar á eftir tók við ár hjá Stjörnunni en frá 2017 til 2020 var Ólafur leikmaður KIF Kolding í Danmörku.

Ólafur á að baki 39 A-landsleiki og 48 mörk. Hann var síðast í landsliðinu á stórmóti á HM 2019.

„Það er virkilega ánægjulegt að fá Óla Gúst heim. Við væntum mikils af Óla en hann er stór karakter og með mikla reynslu sem mun nýtast okkur vel innan sem utan vallar. Þetta er gleðidagur fyrir okkur FH-inga og við hlökkum til að sjá hann í hvítu og svörtu næsta vetur,“ er haft eftir Ásgeiri Jónssyni formanni handknattleiksdeildar FH í tilkynningu.

Ólafur í leik með FH gegn Aftureldingu fyrir 13 árum. Mynd/J.L.Long

Ólafur er annar leikmaðurinn sem FH krækir í fyrir næstu leiktíð. Hinn er Gunnar Kári Bragason línumaður frá Selfossi. Fyrir síðustu helgi var tilkynnt að Einar Bragi Aðalsteinsson kveðji FH í sumar og gengur til liðs við IFK Kristianstad í Svíþjóð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -