- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Landin hættir, Þórir, HSV Hamburg

Niklas Landin landsliðsmarkvörður Dana. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Eftir 16 ára veru í danska landsliðinu tilkynnti Niklas Landin í morgun að hann ætlaði að hætta með danska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í sumar. Undanfarinn hálfan annan áratug hefur Landin verið einn besti markvörður heims og verið einn mikilvægasti leikmaður  danska landsliðsins. Hann hefur klæðst landsliðspeysunni í 273 landsleiksleikjum, leikið tíu úrslitaleiki stórmóta landsliða og unnið alls fimm gullverðlaun á HM, EM og Ólympíuleikum. 
  • Landin, sem er 35 ára gamall, ætlar að leika áfram með Aalborg Håndbold og reiknar með að gera það áfram næstu árin. 
  • Viðræður milli norska handknattleikssambandins og Þóris Hergeirssonar um nýjan samning hafa verið saltaðar fram yfir Ólympíuleikana í sumar. Þórir er samningsbundinn norska sambandinu til haustsins. Rætt hefur verið um nýjan fjögurra ára samning. Vegna Ólympíuleikanna í sumar var ákveðið að gera hlé á viðræðum fram yfir að þeim lýkur. Þórir hefur verið landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins frá 2009 og er sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar, hvort heldur í kvenna- eða karlaflokki.  Í samtali við NTB segir Þórir að rætt hafi verið um fjögurra ára samning. 
  • Þýska handknattleiksliðið HSV Hamburg hefur fengið keppnisleyfi í þýsku  1. deildinni á næstu leiktíð. Fyrir nokkrum vikum var félaginu synjað um leyfi vegna þess að það gat ekki sýnt með nægilega traustum hætti að geta fjárhagslega staðið undir útgjöldum næsta keppnistímabils. Forráðamenn  HSV Hamburg áfrýjuðu ákvörðuninni og fengu sitt í gegn fyrir helgina. Keppnisleyfið er gefið út með afar ströngum skilyrðum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -