Bjarki Steinn Þórisson hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2026. Hann mætir þar með galvaskur til leiks með ÍR í haust þegar liðið hefur leik í Olísdeildinni eftir að hafa tryggt sér sæti í deildinni í vor eftir eins árs veru í Grill 66-deildinni. Hann hefur áður leikið með ÍR-ingum í Olísdeildinni.
Bjarki, sem kom til ÍR 2020, leikur í stöðu línumanns og skoraði 29 mörk í 17 leikjum í vetur auk þess að spila lykilhlutverk í varnarleik liðsins.
„Það er ánægjulegt að Bjarki hafi framlengt dvöl sína í Breiðholtinu. Hann er lykilleikmaður á báðum endum vallarins og ég hlakka til að halda áfram að vinna með honum á næstu leiktíð,“ er haft eftir Bjarna Fritzsyni þjálfara ÍR í tilkynningu í kvöld.
Sjá einnig: