- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR fær markvörð unglingalandsliðsins að láni frá Fram

Ingunn María Brynjarsdóttir mætir galvösk til leiks með ÍR að loknu HM 18 ára landsliða í ágúst. Mynd/ÍR.
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild ÍR og Fram hafa komist að samkomulagi að Ingunn María Brynjarsdóttir markvörður fari á lánssamning hjá Olísdeildarliði ÍR á næstu leiktíð. Ingunn sem er fædd árið 2006 og hefur allan sinn feril leikið með Fram og átt sæti af og til í meistaraflokksliðinu auk þess að verja mark U-liðsins og 3. flokks á síðasta tímabili.

Ingunn María er í hópi efnilegri markvarða landsins. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og verður í eldlínunni með U18 ára landsliðinu sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Kína frá 14. til 25. ágúst. Á síðasta sumri var hún með U17 ára landsliðinu á EM í Svartfjallalandi.

„Ingunn er frábær viðbót inn í öfluga markmannsteymið okkar sem og hópinn í heild. Hún er einn efnilegasti markmaður landsins og ég hlakka til að hjálpa henni að taka næstu skref á sínum ferli,“ segir Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR en undir stjórn Sólveigar höfnuðu nýliðar Olísdeildarinnar í 5. sæti í vor og öðluðust sæti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

ÍR-ingar ætla ekkert að gefa eftir á næsta keppnistímabili. Undanfarnar vikur hafa verið endurnýjaðir samningar við leikmenn auk þess sem Sara Dögg Hjaltadóttir ákvað að ganga til liðs við lið félagsins eftir að hafa leikið sem lánsmaður frá Val á síðasta keppnistímabili.

Auk þess hefur Arnór Freyr Stefánsson snúið heim í ÍR m.a. til að sinna þjálfun markvarða meistaraflokkanna.

Sjá einnig:

Konur – helstu félagaskipti 2024

Olísdeildir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -