- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Katla María og Hrannar Ingi stóðu upp úr í Grill 66-deildum

Katla María Magnúdóttir og félagar í liði Selfoss taka annað árið í röð á móti Fram í 1. umferð Poweradebikarsins. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Katla María Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, og ÍR-ingurinn Hrannar Ingi Jóhannsson hlutu tvennar viðurkenningar hvort þegar Grill 66-deildirnar voru gerðar upp í uppskeruhófi HSÍ sem haldið var í hádeginu í dag.

Katla María var valin besti leikmaður og sóknarmaður Grill 66-deildar. Hrannar Ingi fékk eins viðurkenningar fyrir þátttöku sína með ÍR á nýliðinni leiktíð.
Þjálfarar liðanna sem fóru rakleitt upp úr deildinni, Eyþór Lárusson þjálfari kvennaliðs Selfoss, og Bjarni Fritzson þjálfari karlaliðs ÍR hrepptu nafnbótina þjálfarar ársins.

Verðlaunahafar

Grill 66-deild kvenna:
Þjálfari ársins: Eyþór Lárusson, Selfossi.
Besti leikmaður: Katla María Magnúsdóttir, Selfossi.
Besti sóknarmaður: Katla María Magnúsdóttir, Selfossi.

Besti varnarmaður: Ída Margrét Stefánsdóttir, Gróttu.
Efnilegasti leikmaður: Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu.
Besti markvörður: Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram U.

Grill 66-deild karla:
Þjálfari ársins: Bjarni Fritzson, ÍR
Besti leikmaður: Hrannar Ingi Jóhannsson, ÍR.
Besti sóknarmaður: Hrannar Ingi Jóhannsson, ÍR.

Besti varnarmaður: Brynjar Hólm Grétarsson, Þór.
Efnilegasti leikmaður: Marel Baldvinsson, Fram U.
Besti markvörður: Jonas Maier, Herði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -