- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Rasmussen, Voronin, Þjóðverjar og Króatar heimsmeistarar

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Erik Veje Rasmussen hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari danska karlaliðsins Berringbro/Silkeborg. Þrjú ár eru liðin síðan Rasmussen kom síðast nærri þjálfun karlaliðs í úrvalsdeildinni. Hann tók sér frí frá þjálfun þegar liðið sem hann þjálfaði um langt árabil, Århus Håndbold, rann inn í grannliðið Skanderborg. Rasmussen er einn þekktasti handknattleiksmaður Dana. Hann var stjarnan á níunda áratugnum og varð m.a. fyrsti danski handknattleiksmaðurinn til þess að skora yfir 1.000 mörk fyrir landsliðið. 
  • Lev Voronin hefur verið ráðinn landsliðsliðsþjálfari Rússlands í handknattleik karla. Voronin tekur við af Velimir Petkovic sem hætti í vor þegar samningur hans við rússneska handknattleikssambandið rann út. Voronin þekkir vel til starfsins en hann var þjálfari landsliðsins um skeið á síðasta áratug við hlið Dimitri Torgovanov. Á síðustu árum hefur Voronin verið framkvæmdastjóri rússneska handknattleikssambandsins.
  • Voronin lék á sínum tíma 114 landsleiki og tók þátt í stórmótum með Rússum um árabil. Landsliðsferillinn hófst á HM á Íslandi 1995. Voronin, sem er frá Astrakhan, lék með Friesenheim í Þýskalandi í áratug frá 1998 til 2008. 
  • Rússneska landsliðið hefur tekið þátt í fáum leikjum síðustu tvö ár. Nokkrum sinnum hefur verið æft og leikið við landslið Belarus auk leikja við landslið Írans.
  • Þýskaland var í gær heimsmeistari í strandhandbolta í kvennaflokki en mótið fór fram í Kína. Þýska liðið vann argentínska landsliðið í tveimur hrinum í úrslitaleiknum. Sigurinn kom e.t.v. ekki á óvart vegna þess að Þjóðverjar hafa unnið Evrópumót kvenna í strandhandbolta tvisvar í röð, 2021 og 2023. Holland hafnaði í þriðja sæti með sigri á Dönum, 2:0. 
  • Króatar fögnuðu sigri í karlaflokki á heimsmeistaramótinu í strandhandbolta sem einnig fór fram í Kína og lauk í gær. Króatar unnu Dani, 2:1, í hrinum talið. Þetta var annar heimsmeistaratitill Króata í röð.  Portúgal lagði Þjóðverja í tveimur hrinum í leiknum um þriðja sætið.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -