- Auglýsing -
- Lilja Ágústsdóttir var áttunda markahæst á heimsmeistaramóti 20 ára landsliða kvenna í handknattleik sem lauk í Skopje í Norður Makedóníu í gær. Lilja skoraði 45 mörk, þar af 17 úr vítaköstum og var með 76% skotnýtingu.
- Elín Klara Þorkelsdóttir var næst á eftir Lilju af leikmönnum íslenska landsliðsins með 40 mörk, þar af tvö úr vítaköstum snemma móts. Elín Klara er í félagsskap tveggja annarra í 12. sæti listans um markahæstu leikmenn mótsins.
- Svartfellingurinn Jelena Vukčević skoraði 74 mörk og varð langmarkahæst, skoraði 12 mörkum meira en Constanca Sequeira frá Portúgal.
- Lilja var með bestu skotnýtingu leikmanna íslenska liðsins, 76%. Næst á eftir var Inga Dís Jóhannsdóttir með 75%.
- Rakel Oddný Guðmunsdóttir er með besta skotnýtingu vinstri hornamanna á HM. Hún skoraði úr níu skotum af tíu.
- Lilja Ágústsdóttir trónir efsta á lista þeirra sem nýttu best vítaköst á mótinu. Lilja missti ekki marks í þeim 17 vítaköstum sem hún spreytti sig á í mótinu.
- Anna Karólína Ingadóttir er í 13. sæti markvarða þegar litið er til hlutfallsmarkvörslu. Hún varði 22 af 60 skotum sem hún fékk á sig, 37%. Anna er í 4. sæti yfir flest varin vítaköst, 5 af 13, 38,4%.
- Ethel Gyða Bjarnasen er í 28. sæti listans með 83 skot varin af 247, 34%. Ethel Gyða er í þriðja sæti yfir flest varin skot á mótinu, 83.
- Ethel Gyða og Anna Karólína eru í öðru og þriðja sæti yfir flest varin skot úr hornum.
- Íslenska landsliðið skoraði að meðaltali 30 mörk í leik á heimsmeistaramótinu en fékk á móti á sig 25,25 mörk að jafnaði í leik. Ísland er í 13. sæti af 32 liðum þegar litið er til flestra marka í mótinu. Ungverjar eru efstir með 34,3 mörk í leik. Heimsmeistarar Frakka eru í 5. sæti með 31,7 mörk.
- Ísland er í 24. sæti á lista yfir þau lið sem áttu flestar sóknir í mótinu. Alls voru sóknirnar 487, að jafnaði 60,88 í leik.
- Auglýsing -