Færeyingar skoruðu einstaklega glæsilegt mark gegn Frökkum á Evrópumóti 20 ára landsliða í handknattleik karla í Slóveníu í gær. Arkitektinn á bak við markið var ungstirnið Óli Mittún sem lék frönsku varnarmennina grátt með stórkostlegri sendingu á samherja sinn Helga Poulsen eins og sjá má að myndskeiðinu hér fyrir neðan. Sannkölluð perla frá Færeyjum.
Wait until you watch 𝙩𝙝𝙚 𝙧𝙚𝙥𝙡𝙖𝙮 🤯🤩 #ehfeuro2024 #handball #håndbold pic.twitter.com/h6sDOQ9Qap
— EHF EURO (@EHFEURO) July 11, 2024
13 mörk – 10 stoðsendinga
Óli Mittún, sem átti sendinguna frábæru hér að ofan, er markahæstur á mótinu með 21 mark, þar af skoraði hann 13 mörk í 16 skotum í leiknum við Frakka. Einnig gaf Óli 10 stoðsendingar í leiknum í gær.
Færeyska liðið vann Sviss í fyrstu umferð Evrópumótsins, 30:29, en tapaði leiknum við Frakka í gær, 34:31, eftir að hafa veitt harða mótspyrnu frá upphafi til enda. Á morgun mæta færeysku piltarnir Spánverjum sem eru heimsmeistarar 19 ára liða frá síðasta ári. Spánverjar lögðu Frakka í fyrstu umferð, 39:31, þykja líklegir til afreka á Evrópumótinu sem stendur yfir til sunnudagsins 21. júlí.