- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Þorsteinn Leó kynnir sig til leiks hjá FC Porto

Þorsteinn Leó Gunnarsson landsliðsmaður og leikmaður FC Porto. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Stórskyttan og Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson var kynntur til leiks af FC Porto í gær en hann samdi við félagið á síðasta vetri um að leika með handknattleiksliði félagsins næstu tvö ár.

Auk mynda af Þorsteini Leó er birt stutt myndskeið á Instagram þar sem hann kynnir sig og gefur stuðningsmönnum fyrstu kennslustund í hvernig bera eigi nafn hans fram en væntanlega mun einhverjum vefjast tunga um tönn í þeim efnum, alltént með Þorstein. Leó er þekktara í Portúgal og liggur betur fyrir málinu.

Fjölgar um einn

Með komu Þorsteins Leó í portúgalska handboltann verða þrír Íslendingar með liðum efstu deildar á næstu leiktíð. Auk Þorsteins Leós leika Orri Freyr Þorkelsson með meisturum Sporting Lissabon og Stiven Tobar Valencia er hjá Benfica. Bæði lið eru í höfuðborginni. Porto er nokkru norðar en Lissabon.

Nú skal gera betur

FC Porto hafnaði í öðru sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar í vor, jafnt í deild sem úrslitakeppninni auk þess að tapa fyrir Sporting í kapphlaupinu um bikarinn. Nýverið var Svíinn Magnus Andersson ráðinn þjálfari Porto á nýjan leik. Hann stýrði liðinu til margra glæstra sigra í deild og bikar á árunum 2018 til 2023 þegar goðsögnin Carlos Resende tók við. Eftir tímabil án verðlauna var Andersson kallaður til starfa á ný og Resende fór til annarra starfa.

FC Porto leikur í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa verið synjað um sæti í Meistaradeild Evrópu. Dregið verður í riðla Evrópudeildarinnar á föstudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -