Sigríður Unnur Jónsdóttir hefur verið ráðin aðalþjálfari 4. flokks kvenna hjá Val. Hún hefur síðustu tvö ár verið annar þjálfari meistaraflokksliðs Gróttu en lét af störfum í vor eftir að liðið tryggði sér sæti í Olísdeildinni. Sigríður Unnur hefur áður þjálfað hjá Val.
Ásdís Þóra Ágústsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna og dóttir Sigríðar Unnar verður móður sinni innan handar sem aðstoðarþjálfari. „Reynsla hennar sem leikmaður mun nýtast framtíðarleikmönnum félagsins og munu þær mynda frábært teymi,“ segir m.a. í tilkynningu handknattleiksdeildar Vals í dag.
- Auglýsing -