- Auglýsing -
- Áfram heldur Hörður á Ísafirði að bæta í sveit sína fyrir komandi leiktíð. Í gær var tilkynnt að Kei Anegayama, japanskur miðjumaður, hafi skrifað undir samning við félagið. Anegayama verður þar með þriðji Japaninn hjá liði félagsins á næstu leiktíð. Hörður leikur í Grill 66-deildinni. Ekki er enn ljóst hvaða lið muni verða í deildinni né hvenær flautað verður til leiks. Reglugerðabreyting mun hafa tafið skipulag Grill 66-deildanna.
Karlar – helstu félagaskipti 2024
- Hinn þrautreyndi þýski markvörður, Johannes Bitter, segir í samtali við þýska fjölmiðla að hann hafi í gegnum tíðina tvisvar sinnum afþakkað boð um að leika með spænska stórliðinu Barcelona. Bitter, sem er 41 árs gamall og sá eini út heimsmeistaraliði Þýskalands 2007 sem enn er að leika í efstu deild í Þýskalandi, á ár eftir af samningi sínum við HSV Hamburg.
- Bitter segir að í fyrra skiptið sem hann afþakkaði boð frá Barcelona hafi honum ekki þótt spænska deildin vera áhugaverð. Þegar boð barst á ný frá félaginu nokkrum árum síðar sagðist hann ekki hafa viljað raska lífi fjölskyldunnar verandi kominn með börn á skólaaldri. Hann hafi þess vegna valið að semja við HSV Hamburg sumarið 2016.
- Sex handknattleiksmenn verða fánaberar þjóða sinna við setningu Ólympíuleikanna í París í kvöld. Þau eru Katrine Lunde, Noregi, Niklas Landin, Danmörku, Lois Abbingh, Hollandi, Blanka Böde-Bíró, Ungverjalandi, Ana Gros, Slóveníu og Azenaide Carlos frá Angóla.
- Í gegnum tíðina hafa tveir handknattleiksmenn verið fánaberar Íslands, Geir Hallsteinsson á leikunum í München 1972 og Guðmundur Hrafnkelsson í Aþenu 2004.
- Sænski handknattleiksmarkvörðurinn Josip Cavar hefur gengið til liðs við KIF Kolding. Cavar hefur leikið í Danmörku undanfarin ár hjá TTH Holstebro og SønderjyskE.
- Auglýsing -