- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Perez de Vargas fór á kostum – Egyptar fara vel af stað

Gonzalo Perez de Vargas markvörður Spánar mætir Slóvenanum Miha Zarabec í leik Spánar og Slóvena í París snemma í morgun. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Stórleikur Gonzalo Perez de Vargas í marki Spánar tryggði Spánverjum sigur í fyrst leik handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París morgun. De Vargas var vel vaknaður, ólíkt mörgum öðrum á leikvellinum sem virtust getað hugsað sér að lúra lengur.

De Vargas varði 15 skot, 43%, og sá m.a. aðeins til þess að Slóvenar skoruðu aðeins 11 mörk í hvorum hálfleik. Spánverjar skoruðu alls 25 mörk, þar af 17 í síðari hálfleik. Mjög dauft var flestum leikmönnum spænska landsliðsins í fyrri hálfleik og greinilegt var að flestir þeirra eru óvanir að leika svo snemma dags. Flautað var til leiks klukkan 9 að staðartíma í París.

Ungverjar daufir framan af

Eftir að Spánverjar og Slóvenar höfðu lokið leik tók við fyrsta viðureign í B-riðli handknattleikskeppninnar. Egyptar og Ungverjar mættust. Þeir síðarnefndu byrjuðu afar illa og voru átta mörkum undir eftir ríflega fimmtán mínútna leik, 15:7.

Leikmenn egypska landsliðsins fagna sigri á Ungverjum í morgun. Ljósmynd/EPA

Ungverjar sóttu í sig veðrið og tókst að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik, 24:23. Nær komist þeir ekki. Yahia Omar og félagar í egypska landsliðinu juku forskot sitt á ný og tókst að halda Ungverjum fjarri allt til leiksloka.

Eins og á leikunum í Tókýó fyrir þremur árum þá er egypska landsliðið til alls líklegt á leikunum að þessu sinni ef marka má leikinn í morgun.

Dagur mætir fyrri lærisveinum

Klukkan 12 hefst viðureign Japan og Króatíu og verður hún sýnd á RÚV. Dagur Sigurðsson stýrir króatíska liðinu í fyrsta sinn gegn japanska landsliðinu eftir að hann sagði skilið við það í febrúar. Undir stjórn Dags tryggði Japan sér sæti á Ólympíuleikunum.

Alfreð Gíslason og þýska landsliðið leikur við sænska landsliðið klukkan 17. Sú viðureign verður einnig í beinni útsendingu RÚV.

Úrslit tveggja fyrstu leikjanna í dag

A-riðill:
Spánn – Slóvenía 25:22 (8:11).
Mörk Spánar: Aleix Gómez 7/3, Daniel Dujshebaev 5, Daniel Fernandez 4, Jorge Maqueda 3, Alex Dujshebaev 2, Agustin Casado 2, Ian Tarrafeta 1, Javier Rodriguexz 1.
Varin skot: Gonzalo Perez de Vargas 15, 43%.
Mörk Slóvena: Dean Bombac 5, Tilen Kodrin 4, KiristjanHorzen 3, Aleks Vlah 2, Miha Zarabec 2, Blaz Janc 2, Blaz Balgotinsek 1, Jure Dolenec 1, Borut Mackovsek 1, Domen Novak 1.
Varin skot: Klemen Ferlin 6, 26% – Urban Lesjak 4, 40%.

B-riðill:
Ungverjaland – Egyptaland 32:35 (15:19).
Mörk Ungverjalands: Bence Irme 7, Gergo Fazekas 5, Bendequz Boka 4, Richard Bodo 4, Mate Lekai 4, Gabor Ansin 3, Bence Banhidi 3, Zoltán Szita 1, Zoran Ilic 1.
Varin skot: Lazlo Bartucz 5/1, 25% – Kristof Palasics 5, 20%.
Mörk Egyptalands: Ahmed Adel 9, Yahia Omar 9, Yehia Elderaa 6, Mohammad Sanad 5, Omar Elwakil 3, Ali Zein 2, Mohamed Tarek 1.
Varin skot: Mohamed Aly 5, 19 % – Karim Hendawy 3/1, 25%.

Leikjadagskrá.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -