Danir fór afar illa með Frakka í sjötta og síðasta leik fyrsta keppnisdags handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Heimsmeistararnir léku við hvern sinn fingur í 45 mínútur í leiknum og unnu með átta marka mun, 37:29. Danska liðið var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:17. Segja má að Danir hafa sýnt sparihliðarnar lengst af.
Reyndar blés ekki byrlega framan af leiknum. Frakkar voru fimm mörkum yfir eftir nærri 12 mínútur, 9:4. Danska liðið girti sig í brók og lék á alls oddi eftir það. Vörnin small vel saman og Niklas Landin mætti í markið og varði allt hvað af tók. Hafði greinilega jafnað sig eftir að hafa vakað lengi vegna setningarathafnar leikanna. Landin var annar fánabera danska hópsins á leikunum.
Frakkar áttu engin svör við stórleik Dana. Þeir virtust missa móðinn síðustu 10 mínútur leiksins. Þess vegna var sigurinn stærri en efni gáfu tilefni til.
Besti leikur sem ég hef tekið þátt í
„Ég held að þetta sé besti landsleikur sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Mathias Gidsel leikmaður danska landsliðsins í samtali við TV2 eftir sigurinn. „Við gátum bryddað upp á ýmsum nýjungum sem við höfum verið að leggja drög að síðustu viku,“ sagði Gidsel ennfremur.
Gidsel skoraði 11 mörk og geigaði aðeins á einu skoti. Simon Pytlick skoraði líka 11 mörk.
Danir mæta Egyptum á mánudaginn. Frakkar leika við Norðmenn sem unnu Argentínumenn í dag, 36:31.
Danmörk – Frakkland 37:29 (18:17).
Mörk Danmerkur: Mathias Gidsel 11, Simon Pytlick 11, Mikkel Hansen 6/5, Thomas Arnoldsen 3, Magnus Saugstrup 2, Niklas Landin 1, Magnus Landin 1, Emil Jakobsen 1, Simon Hald 1.
Varin skot: Niklas Landin, 15, 45% – Emil Nielsen 1, 8%.
Mörk Frakklands: Hugo Descat 7/4, Dika Mem 5, Nedim Remili 4, Vantine Porte 4, Nikola Karabatic 3, Ludovic Fabregas 2, Elohim Prandi 2, Melvyn Richarson 1, Yanus Lenne 1.
Varin skot: Vincent Gerrard 7/1, 24% – Remi Desbonnet 2, 18%.
Ungverjaland – Egyptaland 32:25 (15:19).
Mörk Ungverjalands: Bence Irme 7, Gergo Fazekas 5, Bendequz Boka 4, Richard Bodo 4, Mate Lekai 4, Gabor Ansin 3, Bence Banhidi 3, Zoltán Szita 1, Zoran Ilic 1.
Varin skot: Lazlo Bartucz 5/1, 25% – Kristof Palasics 5, 20%.
Mörk Egyptalands: Ahmed Adel 9, Yahia Omar 9, Yehia Elderaa 6, Mohammad Sanad 5, Omar Elwakil 3, Ali Zein 2, Mohamed Tarek 1.
Varin skot: Mohamed Aly 5, 19 % – Karim Hendawy 3/1, 25%.
Noregur – Argentína 36:31 (22:15).
Mörk Noregs: Tobias Grøndal 8, Kristian Bjørnsen 6, Harald Reinkind 5, Sebastian Barthold 4, Petter Øverby 4, Sander Sagosen 3, Gabriel Setterblom 3, Simen Lyse 2, Alexander Blonz 1.
Varin skot: Torbjørn Bergerud 10, 31% – Kristian Sæaverås 5, 38%.
Mörk Argentínu: Diego Simonet 5, Andres Mayano 4, James Parker 4, Fererico Pizarro 4, Gaston Mourino 3, Ignacio Pizarro 3, Lucas Mescariello 3, Nicolas Bono 2, Federico Fernandez 1, Pablo Simonet 1, Pedro Martinez 1.
Varin skot: Juan Bar 4, 22% – Leonel Maciel 1, 5%.
ÓL24: handbolti karla, leikir, úrslit, staðan
A-riðill:
Spánn – Slóvenía 25:22 (8:11).
Mörk Spánar: Aleix Gómez 7/3, Daniel Dujshebaev 5, Daniel Fernandez 4, Jorge Maqueda 3, Alex Dujshebaev 2, Agustin Casado 2, Ian Tarrafeta 1, Javier Rodriguexz 1.
Varin skot: Gonzalo Perez de Vargas 15, 43%.
Mörk Slóveníu: Dean Bombac 5, Tilen Kodrin 4, KiristjanHorzen 3, Aleks Vlah 2, Miha Zarabec 2, Blaz Janc 2, Blaz Balgotinsek 1, Jure Dolenec 1, Borut Mackovsek 1, Domen Novak 1.
Varin skot: Klemen Ferlin 6, 26% – Urban Lesjak 4, 40%.
Króatía – Japan 30:29 (13:18).
Mörk Króatíu: Mario Sostartic 6, Ivan Martinovic 4/1, Lovro Mihic 4, Zvonimir Srna 3, Domagoj Duvnjak 3, Marin Sipic 3, Veron Nacinovic 3, Luka Cindric 2, Tin Lucin 2.
Varin skot: Dominik Kuzmanovic 5/1, 25% – Matej Mandic 4, 27%.
Mörk Japans: Kosuke Yasyhira 10/2, Naoki Fujisaka 5, Shuichi Yoshuda 4, Hiroki Motoki 3, Shinnosuke Tokuda 2, Jin Watanabe 2, Tatsuki Yoshino 1, Hiroyasu Tamakawa 1, Tomoya Sakurai 1.
Varin skot: Daisuke Okamoto 9/1, 36% – Takumi Nakamura 1, 7%.
Þýskaland – Svíþjóð 30:27 (12:11).
Mörk Þýskalands: Renars Uscins 8, Johannes Golla 5, Luca Witzke 4, Lukas Mertens 3, Julan Köster 3, Marko Grgic 3/2, Juri Knorr 2, Christoph Steinert 1, Jannik Kohlbacher 1.
Varin skot: Andreas Wolff 13, 34% – David Späth 0.
Mörk Svíþjóðar: Hampus Wanne 8/4, Sebastian Karlsson 5, Albin Lagergren 4, Lukas Sandell 3, Oscar Bergendahl 3, Joans Carlsborgaard 3, Jim Gottfridsson 1.
Varin skot: Andreas Palicka 13, 36% – Tobais Thulin 2, 25%.
Leikjadagskrá.