Þeir sem afskrifuðu norska kvennalandsliðið í handknattleik eftir tap þess fyrir sænska landsliðinu í fyrstu umferð handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum voru heldur fljótir á sér. Eins og við mátti búast af jafn reyndu og öflugu landsliði og það norska er þá beit það hressilega frá sér í dag gegn danska landsliðinu. Norska liðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tók það danska í kennslustund í handknattleik. Lokatölur, 27:18, fyrir Noreg sem var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:8.
Segja má að norska liðið hafi gert út um leikinn strax í upphafi. Eftir tíu mínútna leik var staðan 7:1. Leikmenn danska landsliðsins, sem unnu öruggan sigur á Slóveníu, í fyrstu umferð á fimmtudaginn, vissu ekki hvaðan á sig stóð veðið. Segja má að Danir hafi aldrei náð áttum gegn norsku leikmönnunum sem sýndu allar sínar bestu hliðar, jafnt í vörn sem sókn. Með fylgdi markvarslan hjá Silje Solberg og Katrine Lunde.
Nora Mørk og Stine Oftdal áttu átta stoðsendingar hvor.
Henny Reistad, besta handknattleikskona heims, lék ekki með norska landsliðinu í dag, ekkert frekar en gegn Svíum á fimmtudag. Hún er frá keppni vegna meiðsla en vonir standa til þess að hún geti verið með þegar á keppnina líður.
ÓL: Fer norska landsliðið sömu leið og í London 2012?
Annar sigur Svía
Svíþjóð er efst í A-riðli eftir tvær umferðir með fjögur stig. Svíar unnu Þjóðverja fyrr í dag, 31:28. Sænska liðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og var m.a. sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:12. Annan leikinn í röð lék Johanna Bundsen á als oddi í markinu.
Þýska liðið er eina liðið án stiga í A-riðli þegar hvert lið hefur leikið tvisvar sinnum.
Danmörk – Noregur 18:27 (8:14).
Mörk Danmerkur: Trine Østergaard 5, Kristina Jørgensen 4/2, Sarah Aaberg Iversen 2, Mie Højlund 2, Emma Friis 2, Rikke Iversen 1, Line Haugseted 1, Helena Elver 1.
Varin skot: Sandra Toft 4, 27% – Althea Reinhardt 4/2, 25%.
Mörk Noregs: Kari Brattset Dale 6, Veronoca Kristiansen 6, Sanna Solberg-Isaksen 3, Stine Skogrand 3/1, Stine Bredahl Oftedal 3, Nora Mørk 2, Vilde Ingstes 2, Maren Aardahl 1, Marit Jacobsen 1.
Varin skot: Silje Solberg 9, 35% – Katrine Lund 7, 88%.
Svíþjóð – Þýskaland 31:28 (19:12).
Mörk Svíþjóðar: Jenny Carlson 7, Nina Koppang 3/2, Linn Blohm 3, Jamina Roberts 3, Emma Lindqvist 3, Nathalie Hagman 3/1, Lovia Löfqvist 2, Elin Hansson 2, Johanna Bundsen 1, Varlin Strömberg 1, Mathilda Lundström 1, Kristín Þorleifsdóttir 1, Tyra Axnér 1.
Varin skot: Johanna Bundsen 17/1, 39%.
Mörk Þýskalands: Alina Grijseels 5/1, Julia Maidhof 5, Jenny Behrend 5, Annika Lott 3, Xenia Smits 2, Emely Bölk 2, Viola Leuchter 1, Johanna Maria Stockschlaerder 1, Antje Döll 1, Lisa Antl 1, Julia Behnke 1.
Varin skot: Katharina Filter 5/2, 25% – Sarah Wachter 3, 19%.
Suður Kórea – Slóvenía 23:30 (12:14).
Mörk Suður Kóreu: Birna Woo 7/4, Jyungmin Kang 5, Boeun Gim 4, Eun Hee Ryu 2/1, Eunhye Kang 2, Eunjoo Shin 1, Jiyeon Jeon 1, Dayoung Kim 1.
Varin skot: Saeyoung Park 9, 27% – Jinjui Jeong 2, 33%.
Mörk Slóveníu: Tamara Mavsar 7/1, Tjasa Stanko 6/1, Ana Gros 5/1, Elizabeth Omoregie 4, Natasa Ljepoja 2, Barbara Lazovic 2, Maja Svetik 1, Ana Ablina 1, Alja Vojnovic 1, Nina Spreitzer 1.
Varin skot: Maja Vojnovic 12/1, 38% – Amra Pandzic 1/1, 33%.
Sjá einnig: ÓL24: handbolti kvenna, leikir, úrslit, staðan