- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Angóla og Brasilía berjast um síðasta sætið – Spánverjar huga að heimferð

Frönsku landsliðskonurnar Alicia Toublanc og Laura Flippes. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Landslið Frakklands, Hollands og Ungverjalands eru örugg um sæti í átta liða úrslitum handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Angóla og Brasilía kljást um fjórða og síðasta farseðilinn úr B-riðli þegar síðasta umferðin fer fram á laugardaginn.

Spánverjar geta byrjað að pakka niður og huga að heimferð. Spænska liðið missti af lestinni til Lille í átta liða úrslitin í dag eftir þriggja marka tap fyrir Ungverjalandi, 27:24. Útsláttarkeppni verður leikin í Pierre Mauroy Stadium í Lille.

Spænska liðið var fimm mörkum undir snemma í síðari hálfleik, 19:14. Með góðum kafla tókst Spáni að komast yfir, 21:20, upp úr miðjum síðari hálfleik. Lengra komst liðið ekki áður en Ungverjar tóku völdin á ný og tryggðu sér sanngjarnan sigur.

Léku við hvern sinn fingur

Heimsmeistarar Frakklands unnu sinn fjórða leik í keppninni í dag með stórsigri á Afríkumeisturum Angóla, 38:24. Angólaliðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk, 11:9, eftir miðjan fyrri hálfleik. Nær komst það ekki. Frakkar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14. Í upphafi síðari hálfleiks skoruðu Frakkar fimm af fyrstu sex mörkunum og náðu átta marka forskoti. Angólaliðið missti móðinn og gerði hverja vitleysuna á fætur annarri, ekki síst í sókninni. Frakkar gengu á lagið og léku við hvern sinn fingur.

Í fyrsta leik dagsins unnu Hollendingar liðsmenn brasilíska landsliðsins örugglega, 31:24, og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum en skildu brasilíska liðið eftir í óvissu.

Leikmenn ungverska landsliðsins fagna sæti í átta liða úrslitum eftir sigur á Spáni í dag. Mynd/IHF

Leikir í 5. og síðustu umferðar í B-riðli:

3. ágúst: Ungverjaland – Holland, kl. 7.
3. ágúst: Spánn – Frakkland, kl. 9.
3. ágúst: Brasilía – Angóla, kl. 12.

Leikjadagskrá og staðan.

Úrslit dagsins:
Angóla – Frakkland 24:38 (14:18)
Mörk Angóla: Azenaide Carlos 5, Stelvia Pascoal 5, Vilma Nenganga 5/1, Helena Paulo 3, Juliana Machado 2, Dolores Rosario 2, Marilia Fonseca 1, Liliane Mario 1.
Varin skot: Eliane Paulo 6, 23% – Marta Alberto 3, 16%.
Mörk Frakklands: Orlane Kanor 7, Tamara Horacek 6/1, Estelle Nze Minko 5, Chloe Valentini 4, Coralie Lassource 3, Alicia Roublanc 3/1, Lucie Granier 3, Lena Grandveau 2, Crace Zaadi Deuna 2, Onacia Ondoni 1, Pauletta Foppa 1, Lausa Flippes 1.
Varin skot: Laura Galuser 8, 36% – Cleopatre Darleux 7, 41%.

Spánn – Ungverjaland 24:27 (12:14).
Mörk Spánar: Alexandria Cabral 6/3, Marta Lopez 5, Paula Arcos 4, Mireya Gonzalez 2, Kaba Gassama 2, Jennifer Maria Gutierrez 2,Lara Gonzalez 2, Alicia Fernandez 1.
Varin skot: Nicole Wiggins 11, 41% – Mercedes Castellanos 2, 15%.
Mörk Ungverjalands: Katrin Klujber 6, Petra Vamos 5, Viktoria Gyori-Lukacs 5, Petra Anita Fuezi Tovizi 3, Csenge Kuczora 3, Nadine Szollozi-Schatzl 2, Petra Simon 2, Kinga Debreczeni-Klivinyi 1.
Varin skot: Blanka Böde-Bíró 11, 32% – Kinga Janyrik 0.

Holland – Brasilía 31:24 (17:13).
Mörk Hollands: Bo van Wetering 6, Lois Abbingh 5, Angela Malestein 5/1, Dione Houstheer 5, Larissa Nusser 4, Nikita van der Vliet 3, Delly Dulfer 2. Estavana Polman 1.
Varin skot: Yara ten Holte 16/1, 40%.
Mörk Brasilíu: Garbiela Bitolo 7, Patricia Matieli 5, Samara Vieira 5, Ana Claudia Bolzan 4, Mariane Fernandes 1, Jessica Quintino 1, Tamiers Araujo Frossand 1.
Varin skot: Gabriela Moreschi 9, 31% – Renata de Arruda 4, 31%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -