- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Brasilía gjörsigraði Angóla og leikur í átta liða úrslitum

Larissa Araujo og félagar í brasilíska landsliðinu leika í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Suður Ameríkumeistarar Brasilíu unnu Afríkumeistara Angóla, 30:19, og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París í dag. Viðureignin var úrslitaleikur um fjórða sæti og var Angóla stigi ofar áður en flautað var til leiks.

Brasilíska liðið lék frábærlega frá upphafi og var með átta marka forskot eftir 20 mínútur, 10:2. Angólaliðið náði sér aldrei á flug og var enn átta mörkum undir í hálfleik, 14:6.

Áfram dró í sundur með liðunum í upphafi síðari hálfleiks. Mestur varð munurinn 12 mörk.

Brasilíska landsliðið mætir efsta liði A-riðils í átta liða úrslitum sem fara fram þriðjudaginn 6. ágúst. Ekki skýrist fyrr en í kvöld hver verður andstæðingur Brasilíu þar sem allar þrjár umferðir A-riðils eru óleiknar þegar þetta er ritað.

Landslið Angóla og Spánar geta pakkað niður og haldið heim á leið við fyrsta tækifæri. Þátttakan í París hefur verið Ambros Martín og leikmönnum spænska landsliðsins mikil vonbrigði.

Landslið Frakklands, Hollands, Ungverjands og Brasilíu færa sig til Lille í Frakklandi þar sem leikið verður til þrautar 6., 8. og 10. ágúst.

Úrslit dagsins í B-riðli:

Brasilía – Angóla 30:19 (14:6).

Mörk Brasilíu: Gabriela Bitolo 7/2, Samara Bitolo 6, Ana Claudia Bolzan 4, Bruna de Paula 4, Patricia Matieli 3, Tamires Araujo Frossard 2, Jessica Quintino 2/1, Kelly Rosa 1. Mariane Fernandes 1.
Varin skot: Gabriela Moreschi 17, 47%.
Mörk Angóla: Stelvia Pascoal 4, Chelcia Gabriel 3, Vilma Nenganga 3, Juliana Machado 2, Azenaide Carlos 1, Natalia Fonseca 1, Marilia Quizekete 1, Albertina Kassoma 1, Natalia Santos 1, Dolores Rosario 1, Liliane Mario 1.
Varin skot: Marta Alberto 8, 29% – Eliane Paulo 2, 22%.

Ungverjaland – Holland 26:30 (16:19).
Mörk Ungverjalands: Viktoria Györi-Lukacs 5, Katrin Klujber 5/2, Nadine Szollosi-Schatzl 4, Noemi Pasztor 3, Petra Simon 3, Csenge Kuczora 2, Petra Anita Fuesi Tovizi 2, Anna Albek 1, Petra Varmos 1.
Varin skot: Blanka Böede-Bíró 11/2, 33% – Zsofi Szemerey 0.
Mörk Hollands: Lois Abbingh 7, Angela Malestein 6, Nikita van der Vliet 4, Laura van der Heijden 4, Dione Housheer 3, Estavana Polman 3, Bo van Wetering 2, Larissa Nusser 1.
Varin skot: Rinka Duijndam 9, 53% – Yara ten Holte 8, 31%.

Pauletta Foppa að skora eitt fimm marka sinn fyrir franska landsliðið gegn Spánverjum í morgun. Ljósmynd/IHF

Spánn – Frakkland 24:32 (9:17).
Mörk Spánar: Alexandrina Cabral 5/5, Mara Lopez 3, Carmen Campos 3/1, Kaba Gassama 3, Alicia Fernandes 3, Mireya Gonzalez 2, Lysa Tchaptchet 2, Jennifer Maria Gutierrez 2, Silva Eugenia Arderius 1.
Varin skot: Mercedes Castellanis 6/1, 29% – Nicole Wiggins 2, 13%.
Mörk Frakklands: Alicia Toublanc 6/4, Pauletta Foppa 5, Meline Nocandy 4, Laura Flippers 3, Estelle Nze Minko 3, Lucie Granier 2, Tamara Horacek 2, Orlane Kanor 2, Coralie Lassource 2, Chloie Valentini 2, Laura Glauser 1.
Varin skot: Hatadou Sako 6/1, 29% – Laura Glauser 4, 31%.

Leikjadagskrá.

Lokastaðan í B-riðli:

Frakkland5500159:12410
Holland5401152:1378
Ungv.land5212137:1405
Brasilía5203127:1194
Angóla4113131:1543
Spánn5005111:1430
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -