- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Farið til Lille – leikir átta liða úrslita og tímasetningar

Svíar munu vafalaust eiga vaska sveit stuðningsfólks í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í Lille enda bæði kvenna- og karlalandsliðin með. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Eftir að riðlakeppni í handknattleik kvenna lauk í gærkvöld verða leikmenn og starfsmenn liðanna átta sem sem halda áfram keppni að yfirgefa Ólympíuþorpið í París í dag og fara til Lille, nærri landamærum Frakklands og Belgíu. Á Pierre Mauroy Stadium í Lille fara þeir leikir fram sem eftir eru í handknattleikskeppni kvenna og karla.

Pierre Mauroy Stadium er knattspyrnuleikvangur en hluti hans hefur verið skermaður af fyrir handknattleiksvöll. Það var einnig gert þegar HM karla í handknattleik fór fram í Frakklandi 2017. M.a. léku Frakkar leiki sína í 16 og 8-liða úrslitum á vellinum. Unnu þeir íslenska landsliðið í 16-liða úrslitum, 31:25, að viðstöddum ríflega 28 þúsund áhorfendum.

Í átta liða úrslitum í kvennaflokki þriðjudaginn 6. ágúst mætast:
Danmörk – Holland, kl. 7.30.
Frakkland – Þýskaland, kl. 11.30.
Ungverjaland – Svíþjóð, kl. 15.30.
Noregur – Brasilía, kl. 19.30.
– leiktímar færðir til klukkunnar á Íslandi.

Sigurliðin leika til undanúrslita fimmtudaginn 8. ágúst.
Ungverjaland/Svíþjóð – Frakkland/Þýskaland.
Noregur/Brasilía – Danmörk/Holland.

Leikirnir um verðlaunasætin þrjú verða laugardaginn 10. ágúst.

Sjá einnig:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -