- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Króatar eru úr leik – Spánverjar í átta lið úrslit

Nafnarnir Daniel Fernandez og Daniel Dujshebaev fagna sigri á Króötum og sæti í átta liða úrslitum. Ljósmynd/IHF
- Auglýsing -

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu eru úr leik í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í París. Þeir töpuðu fyrir Spánverjum í æsispennandi leik í lokaumferð riðlakeppninnar, 32:31. Aleix Gómez skoraði sigurmark Spánar fjórum sekúndum fyrir leikslok. Aðeins átta sekúndum fyrr hafði Ivan Martinovic jafnað metin fyrir Króata úr vítakasti, 31:31. Var það annað mark Króata í röð.

Spánverjar voru þar með fjórða liðið til þess að fara áfram í átta lið úrslitum úr A-riðli en fyrr í dag varð það alveg ljóst að Þýskalandi, Slóvenía og Svíþjóð hrepptu hin þrjú sæti úr riðlinum.
Króatar og Japanir eru þar með á heimleið. Króatar eftir æði kaflaskipta leiki í mótinu.

Í kvöld léku Króatar illa í fyrri hálfleik og Spánverjar voru með fimm marka forskot eftir fyrri hálfleik, 20:15. Síðari hálfleikur var mun betri en það er meira en að segja það að vinna upp fimm marka forskot í mikilvægum leik. Til þess hefði allt þurft að ganga upp. Litlu mátti reyndar muna í lokin að Króötum tækist að ná í framlengingu.

Í átta liða úrslitum miðvikudaginn 7. ágúst mætast:
Spánn – Egyptaland, kl. 7.30.
Þýskaland – Frakkland, kl. 11.30.
Danmörk – Svíþjóð, kl. 15.30.
Noregur – Slóvenía, kl. 19.30.
– leiktímar færðir til klukkunnar á Íslandi.

Spánn – Króatía 32:31 (20:15).
Mörk Spánar: Javier Rodriguez 6, Aleix Gomez 5/4, Kauldi Odriozola 4, Ian Tarrafeta 4, Daniel Dujshebaev 3, Alex Dujshebaev 2, Abel Serdio 2, Daniel Fernandez 2, Miguel Sanchez-Migallon 1, Agustin Casado 1, Imanol Garciandia 1, Jorge Maqueda 1.
Varin skot: Gonzalo Perez de Vargas 14, 32% – Rodrigo Corrales 0.
Mörk Króatíu: Luka Lovre Klaricia 7, Zvonimir Srna 6, Ivan Martinovic 6/1, Mario Sostaric 4, Veron Nacinovic 3, Lovro Mihic 2, Marin Sipic 2, Luka Cindric 1.
Varin skot: Dominik Kuzmanovic 15, 35% – Matej Mandiv 0.

Þýskaland – Slóvenía 36:29 (23:14).
Mörk Þýskalands: Kai Häfner 7, Sebastian Heymann 6, Lukas Mertens 4, Julian Köster 4, Juri Knorr 3, Marko Grgic 4/3, Janik Kohlbacher 2, Christoph Steinert 2, Johannes Golla 2, Renars Uscins 1, Rune Dahmke 1.
Varin skot: Andreas Wolff 10/1, 42% – David Späth 7/1, 33%.
Mörk Slóveníu: Kristjan Horzen 7, Nik Henigman 4, Blaz Janc 3, Jure Dolenec 3/1, Nejc Cethe 3, Aleks Vlah 3, Miha Zarabec 2, Stas Jovicics 2, Blaz Blagotinsek 2.
Varin skot: Urh Kastelic 5, 18% – Urban Lesjak 3, 19%.

Svíþjóð – Japan 40:27 (16:9).
Mörk Svíþjóðar: Sebastian Karlsson 6, Jim Gottfridsson 5, Albin Lagergren 4, Hampus Wanne 4, Jonathan Edvardsson 4, Lucas Pellas 3/3, Lukas Sandell 3, Karl Wallinius 3, Felix Möller 3, Max Darj 2, Oscar Bergendahl 2, Jonahan Carlsbogaard 1.
Varin skot: Tobias Thulin 13/2, 33% – Andreas Palicka 0.
Mörk Japan: Naoki Sugioka 9/3, Shuichi Yoshida 5, Adam Yuki Baig 4, Tatsuki Yoshino 3, Kosuke Yasuhira 2, Naoki Fujisaka 1, Jin Watanabe 1, Shinnosuke Tokuda 1, Tomoya Sakurai 1.
Varin skot: Daisuke Okamoto 5, 23% – Takumi Nakamura 5/1, 18%.

Leikjadagskrá og staðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -