- Auglýsing -
- Angela Malestein leikmaður hollenska landsliðsins er markahæst í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum. Hún hefur skoraði 29 mörk í fimm leikjum. Malestein getur bætt við mörkum því hún verður í eldlínunni með hollenska landsliðinu gegn danska landsliðinu í átta liða úrslitum á morgun.
- Ungverjinn Katrin Klujber er næst markahæst með 27 mörk. Hún er einnig komin í átta liða úrslit með ungverska landsliðinu. Næstar á eftir Klujber eru Lois Abbingh, Hollandi, og Vilma Nenganga, Angóla, með 26 mörk hvor. Slóveninn Ana Gros er næst á eftir með 24 mörk eins og hin sænska Nathalie Hagman.
- Stine Bredal Oftedal, Noregi, er langhæst á lista yfir þær konur sem gefið hafa flestar stoðsendingar. Hún hefur gefið 32 stoðsendingar sem borið hafa ávöxt, sjö sendingum fleiri en Lois Abbingh, Hollandi, sem er næst efst með 25 stoðsendingar. Xenia Smits, Þýskalandi, er í þriðja sæti með 21 sendingu og Paula de Bruna, Frakklandi, er fjórða með 20 stoðsendingar.
- Katrine Lunde, Noregi, er með bestu hlutfallsmarkvörsluna eftir riðlakeppni Ólympíuleikana. Hún hefur varið 50 af 115 skotum skotum sem hún hefur fengið á sig, 43%. Næst á eftir er Evelina Eriksson, Svíþjóð, 19 skot af 49, 39%. Hinn markvörður norska landsliðsins, Silje Solberg, er í þriðja sæti með 27 af 70 skotum, 39%. Brasilíski markvörðurinn Grabriela Moreschi er þar á eftir með 38%, 63 skot af 165. Johanna Bundsen, Svíþjóð, er í fimmta sæti með 37%.
- Hin þrautreynda handknattleikskona Grace Zaadi hefur verið kölluð inn í franska landsliðshópinn í handknattleik fyrir viðureign Frakka og Þjóðverja í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna á morgun, þriðjudag. Zaadi kemur í stað Léna Grandveau meiddist á fingri í síðasta leik riðlakeppninnar á laugardaginn.
- Þýska karlalandsliðið í handknattleik hefur aldrei skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik á Ólympíuleikum en það gerði í gær gegn Slóveníu, 23.
- Ungverski markvörðurinn, Roland Mikler, staðfesti eftir viðureign Ungverja og Frakka á Ólympíuleikunum í gær að þetta hafi verið hans allra síðasti landsleikur. Mikler hefur áður hætt en lét undan að vera til taks á Ólympíuleiknum og tók þátt í tveimur síðustu leikjum landsliðsins. Mikler er 39 ára gamall.
- Auglýsing -