- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vonsvikinn eftir erfitt mót með hæðum og lægðum

Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króatíu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

„Ég er afar vonsvikinn eftir erfitt mót með hæðum, lægðum og dramatík,“ segir Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata í handknattleik karla á heimasíðu króatíska handknattleikssambandsins. Króatar komust ekki áfram í átta liða úrslit handknattleikskeppninnar, á fyrsta stórmótinu eftir að Dagur tók við þjálfun landsliðsins í byrjun mars.

Nýttum ekki tækifærin

„Það voru mikil vonbrigði að okkur tókst ekki nýta leikina gegn Svíum og Spánverjum til þess að öðlast sæti í átta liða úrslitum,“ sagði Dagur og bætir við að leikur króatíska liðsins hafi verið mjög kaflaskiptur á leikunum.

„Stundum lékum við mjög vel en á tíðum illa. Í viðureigninni við Spán [innsk. síðasti leikurinn] gerðum við alltof mörg mistök, ekki síst í fyrri hálfleik. Strákarnir mega eiga það að þeir gerðu hvað þeir gátu í síðari hálfleik, komu til baka og börðust,“ segir Dagur ennfremur.

Króatar voru fimm mörkum undir eftir fyrri hálfleik í úrslitaleik við Spán um sæti í átta liða úrslitum í síðustu umferðinni. Þeim tókst að jafna metin rétt fyrir leikslok áður en Spánverjar skoruðu sigurmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok, 32:31.

Horfum fram veginn

Dagur segir að hann og leikmennirnir eigi erfitt með að kyngja niðurstöðunni af Ólympíuleikunum. Hinsvegar verða menn að líta vongóður fram veginn og huga að heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar á næsta ári. Króatar verða gestgjafar mótsins ásamt Dönum og Norðmönnum. Íslenska landsliðið leikur m.a. í riðli í Zagreb í Króatíu og leikur væntanlega við Króata í milliriðlakeppninni takist báðum landsliðum að vinna sig upp úr riðlakeppninni á fyrsta stigi mótsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -