- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heimsmetsaðsókn á landsleik kvenna í Lille

Yfirlitsmynd úr Stade Pierre Mauroy Arena í dag. Ljósmynd/IHF
- Auglýsing -

Aldrei hafa verið fleiri áhorfendur á kvennaleik í handknattleik en á viðureign Frakklands og Þýskalands í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í gær. Alls greiddu 26.548 sig inn á leikinn sem fram fór í Stade Pierre Mauroy Arena í Lille.

Fyrra áhorfendamet á kvennaleik var frá úrslitaleik Meistaradeildar kvenna sem fram fór í Búdapest vorið 2023, 20.022 áhorfendur.

Fyrra áhorfendamet á landsleik í kvennaflokki var 19.467 áhorfendur en svo margir mættu úrslitaleik HM kvenna í Belgrad 2013 þegar Brasilía og Serbía mættust.

Forsetinn naut stemningarinnar

Meðal áhorfenda á metleikinn í dag var Hassan Moustafa forseti alþjóða handknattleikssambandsins, IHF. Í tilkynningu frá IHF var haft eftir Moustafa að stemning hafi verið frábær á leiknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -