- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Danir höfðu nauman sigur á Svíum

Danir voru hófsamir í fögnuðu sínum yfir sæti í undanúrslitum eftir nauman sigur á Svíum. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Danir eru komnir í undanúrslit handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum eftir eins marks sigur á Svíum, 32:31, í þriðja spennuleiknum í átta liða úrslitum í dag. Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 16:16. Danska liðið mætir annað hvort norska eða slóvenska landsliðinu í undanúrslitum á föstudaginn.

Danir voru yfir framan af fyrri hálfleik í dag. Svíar sóttu í sig veðrið þegar á leið og voru óheppnir að vera ekki komnir yfir fyrir lok hálfleiksins. Allan síðari hálfleik var viðureigninin í járnum. Vart mátt á milli sjá þar til á síðustu 10 mínútunum að Danir hófu að leika með sjö í sókn. Herbragðið heppnaðist og þeir komust tveimur mörkum yfir og tókst að halda í horfinu leikinn á enda þótt Svíar önduðu niður um hálsmálið á frændum sínum.
Þetta var sjötti sigurleikur Dana á leikunum og er þeir einir taplausir í karlahluta keppninnar.

Mörk Danmerkur: Simon Pytlick 9, Mikkel Hansen 6/5, Emil Jakobsen 5, Lukas Jørgensen 5, Mathias Gidsel 4, Magnus Saugstrup 2, Niclas Kirkeløkke 1.
Varin skot: Emil Nielsen 4, 22% – Niklas Landin 3, 15%.

Mörk Svíþjóðar: Fleix Claar 7, Albin Lagergren 5, Hampus Wanne 5/3, Jonathan Carslbogaard 3, Sebastian Karlsson 3, Lukas Sandell 3, Max Darj 2, Jim Gottfridsson 1.
Varin skot: Andreas Palicka 10, 25%.

ÓL24: handbolti karla, leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -