- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Stoltur af árangrinum en ekki síður hversu vel liðið leikur

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

„Ég er afar stoltur af árangrinum en enn stoltari af því hvernig liðið hefur leikið,“ sagði Alfreð Gíslason þjálfari þýska landsliðsins í samtali við fjölmiðla ytra eftir að þýska landsliðið tryggði sér sæti í úrslitaleik handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í dag með sigri á Spánverjum, 25:24. Úrslitaleikurinn verður gegn heimsmeisturum Danmerkur á sunnudaginn og hefst klukkan 11.

Fyrsti úrslitaleikur Alfreðs

Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Þjóðverja á stórmóti eftir að Alfreð tók við starfi landsliðsþjálfara í mars 2020. Þýska karlalandslið hefur tvisvar leikið til úrslita á Ólympíuleikum eftir að íþróttin varð keppnisgrein á ný 1972. Árið 1984 lék þýska landsliðið við Júgóslavíu og tapaði og aftur 20 árum síðar gegn Króatíu og tapaði á ný. Enn 20 árum þar síðar mæta Þjóðverjar í úrslitaleik á Ólympíuleikum. Að þessu sinni gegn Dönum sem eru heimsmeistarar rétt eins og Króatar voru 2004.

Tókst að brjóta ís

„Loksins tókst okkur að brjóta ákveðinn ís með því að vinna stórþjóð tvisvar sinnum á stórmóti,“ sagði Alfreð ennfremur í dag og átti hann þar við að þýska liðið vann Spán í annað sinn á leikunum.

Sjaldan séð hann betri

„Þetta var mikill baráttuleikur með frábærum varnarleik með stórkostlegri frammistöðu Andreas Wolff í markinu.

„Ég hef sjaldan séð Wolff betri en í dag. Hann varði 22 skot, mörg þeirra í opnum færum,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands sem hlakkar skiljanlega til úrslitaleiksins við Dani á sunnudaginn en andstæðingurinn lá ekki fyrir þegar Alfreð ræddi við þýska fjölmiðla eftir sigurinn á Spánverjum í undanúrslitum í dag.

ÓL: Stórbrotinn Wolff kom Þjóðverjum í fyrsta úrslitaleik ÓL í 20 ár

ÓL24: handbolti karla, leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -