- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rúnar verður hjá SC DHfK Leipzig fram til 2027

Rúnar Sigtryggsson einbeittur við hlíðarlínuna í leik með Leipzig. Mynd/Facebooksíða SC DHfK Handball
- Auglýsing -

Rúnar Sigtryggsson þjálfari þýska 1. deildarliðsins SC DHfK Leipzig hefur gert nýjan samning sem tryggir liði félagsins starfskrafta Rúnar út leiktíðina 2027. Fyrri samningur Rúnars var fram á næsta ár en ekki er ráð nema í tíma sér tekið að staðfesta nýjan samning enda hefur Rúnar gert það afar gott við stjórnvölin hjá Leipzig-liðinu.

Rúnar tók skyndlega við þjálfun SC DHfK Leipzig í byrjun nóvember þegar stefndi í óefni hjá liðinu. Það skrapaði nærri botni 1. deildar. Rúnar gjörbylti leik liðsins á nokkrum vikum og skilaði því í11. sæti vorið 2023 og í áttunda sæti á síðasta keppnistímabili þrátt fyrir að öflugir leikmenn hafi verið frá vegna meiðsla og veikinda um lengri eða skemmri tíma.

Svo er að sjá að aðstoðarmaður Rúnars, Milos Putera, hafi einnig ákveðið að framlengja veru sína hjá Leipzig fram til ársins 2027.

Tveir íslenskir handknattleiksmenn leika með Leipzig-liðinu. Viggó Kristjánsson og Andri Már, sonur Rúnars, sem kom til félagsins fyrir ári eftir að hafa slegið í gegn á HM 21 árs landsliða.

Fyrsti leikur SC DHfK Leipzig á nýju tímabili í þýsku 1. deildinni verður 8. september gegn Stuttgart á heimavelli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -