- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vörnin var lykill að sigrinum

Thea Imani Sturludóttir og leikmenn Vals eru komnir í undanúrslit. Mynd/Valur
- Auglýsing -

„Varnarleikur okkar var lykillinn að sigrinum,“ sagði Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Vals sem fór á kostum í dag þegar Valur lagði Fram, 28:22, í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik. Thea Imani skoraði níu mörk og tók einnig vel á því í vörninni. Meðal annars skoraði hún fjögur mörk í röð eftir miðjan síðari hálfleik með þrumuskotum.

„Við lögðum áherslu á að leika mjög góða vörn því hún varð okkur að falli síðast þegar við mættum Framliðinu enda leggur það mikið upp úr sterkri vörn og að ná hraðaupphlaupum og seinni bylgju mörkum. Við lögðum einnig mikið upp úr því að ljúka sóknum okkar með góðum skotum til að koma í veg fyrir að Fram næði hraðaupphlaupum. Vörnin okkar er góð þegar við náum að stilla henni upp og það kom á daginn,“ sagði Thea en Valur lék lengst af 5/1 vörn þar sem Lovísa Thompson lék í stöðu fremsta manns.


„Það var mjög gott að hafa Önnu Úrsúlu fyrir aftan Lovísu í vörninni. Þess utan náðist gott samband á milli okkar. Það var góður „talandi“ í vörninni. Allt small hjá okkur.“


Eins og áður segir þá skoraði Thea m.a. fjögur mörk í röð í síðari hálfleik og sýndi vel hvers hún er megnug. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Ég bara lét vaða og þá lá allt inni,“ sagði Thea glöð í bragði sem skiljanlegt er.


Þrátt fyrir vænlega stöðu segir Thea mikið eftir og næsti leikur fer fram á miðvikudaginn. „Leikmenn Fram koma pottþétt mjög grimmir til leiks næst. Við verðum að vera undir það búnar,“ sagði Thea Imani Sturludóttir markahæsti leikmaður Vals í samtali við handbolta.is í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -