- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Ungverjar verða andstæðingar íslenska liðsins á sunnudaginn

Leikmenn 18 ára landsliðsins við brottför frá Keflavík á dögunum. Ljósmynd/HSÍ
- Auglýsing -

Ungverjar verða andstæðingar íslenska landsliðsins í leiknum um bronsverðlaunin á Evrópumóti 18 ára landsliða karla í handknattleik í Podgorica í Svartfjallalandi á sunnudaginn. Ungverska landsliðið tapaði með 12 marka mun fyrir sænska landsliðinu, 39:27, í síðari undanúrslitaleiknum á mótinu í kvöld.

Fyrr í dag tapaði íslenska landsliðið fyrir danska landsliðinu með átta marka mun, 34:26.

Ungverjum virðist hafa fallið allur ketill í eld í síðari hálfleik í leiknum við Svía. Aðeins skakkaði tveimur mörkum á liðunum þegar fyrri hálfleikur var að baki, 17:15.

Viðureign Íslands og Ungverjalands um bronsverðlaunin hefst klukkan 15 á sunnudaginn, 17 að staðartíma í Podgorica. Handbolti.is verður að vanda á vaktinni með textalýsingu.

Leikir um átta efstu sætin á EM sunnudaginn 18. ágúst:
1. sætið: Danmörk – Svíþjóð, kl. 17.30.
3. sætið: Ísland – Ungverjaland, kl. 15.
5. sæti: Þýskaland – Serbía, kl. 12.30.
7. sæti: Noregur – Spánn, kl. 10.

Sjá einnig: EMU18 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -