- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Níu lið mæta til leiks í Grill 66-deild karla – fyrsti leikur 21. september

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Aðeins verða níu lið í Grill 66-deild karla á næsta keppnistímabili. Leikjadagskrá var gefin út í dag. Leikin verður tvöföld umferð, ekki þreföld eins og margir reiknuðu með þegar fyrirsjáanlegt var að ekki tækist að skrapa saman tíu liðum til þátttöku. Ráðgert er að leikir 1. umferðar fari fram laugardaginn 21. september.

Vegna þess að níu lið taka þátt situr eitt yfir í hverri umferð og kemur það í hlut HK að hefja ekki keppni fyrr en í annarri umferð laugardaginn 28. september.

Í fyrstu umferð mætast:
Fram 2 – Hörður.
Valur 2 – HBH (Handknattleiksbandalag Heimaeyjar)
Víkingur – Þór.
Selfoss – Haukar 2.
Leikjadagskrá er að finna hér.

Venslalið eiga að leysa U-liðin af hólmi

Vegna breytingar sem gerð var á reglugerð í vor hafa U-liðin verið felld út með það að markmiði að í staðinn komi venslalið í síðasta lagi á næsta tímabili. Einnig hafa aldursmörk leikmanna sem gjaldengir eru verið breytt til að ná til fjölmennari hóps en með U-liðunum og draga vonandi þannig úr brottfalli leikmanna sem eldri eru en 21 árs.

Fleiri lið og breytt 2. deild

Á sama tíma og liðum fækkar um eitt í Grill 66-deild karla stefnir í að 12 lið verði með í 2. deild karla komandi leiktíð. Sú breyting verður gerð á keppni í 2. deild að leikin verður einföld í upphafi. Síðari hlutinn verður leikinn í tveimur sex liða riðlum, ekki með ósvipuðu sniði í efstu deildum fótboltans.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -