- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Snýst fyrst og fremst um okkur – handboltaveisla á Hlíðarenda á morgun

Andri Finnsson og samherjar í Val eiga fyrir höndum tvo mikilvæga Evrópuleiki á næstu dögum. Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
- Auglýsing -

„Við höfum ágæta hugmynd um þetta lið sem virðist vera ágætt króatískt lið sem leikur góða 6/0 vörn, leikmenn eru stórir og þungir og ekki ósvipað lið og við vorum að berjast við í fyrra í Evrópudeildinni,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson um RK Bjelin Spacva Vinkovci sem Valur mætir á heimavelli á morgun, laugardag kl. 17.30, í fyrri leiknum í forkeppni Evrópudeildar.

Handboltaveisla verður á Hlíðarenda á morgun, laugardag. Klukkan 13.30 mætast kvennalið Vals og Stjörnunnar í Meistarakeppni HSÍ og fjórum stundum síðan eigast við Valur og RK Bjelin Spacva Vinkovci í fyrri viðureigninni í forkeppni Evrópudeildar karla. „Það gefur okkur mikið þegar fólk mætir og fyllir húsið,“ segir Óskar Bjarni sem hvetur  áhugafólk um handknattleik til þess að fjölmenna á báðar viðureignirnar í N1-höllinni.

„Að mínu mati snýst þessi leikur fyrst og fremst um það hvernig við vinnum úr leiknum. Okkar lið er breytt frá síðasta tímabili og þeirra væntanlega eitthvað líka. Okkar markmið er að spila vel, vera með sterka vörn og ná hraðaupphlaupum og komast áfram,“ segir Óskar Bjarni.

Frábær stemning var á Evrópuleikjum Vals á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Síðari viðureign Vals og RK Bjelin Spacva Vinkovci fer fram eftir viku ytra. Samanlagður sigurvegari tekur sæti í riðlakeppni Evrópudeildar sem hefst í október.

RK Bjelin Spacva Vinkovci hafnaði í fjórða sæti úrslitakeppninnar um króatíska meistaratitilinn í vor eftir tap, 3:0, fyrir Seveste. RK Zagreb og RK Nexe voru og eru tvö sterkustu liðin í króatískum karla handknattleik. RK Zagreb er t.d. eina liðið sem orðið hefur króatískur meistari síðan deildakeppnin var sett á laggirnar 1991.

Allt verður lagt í sölurnar til þess að komast áfram og öðlast sæti í Evrópudeildinni en að sögn Óskars gera menn sér vel grein fyrir að framundan er viðureignir sem geta farið á hvorn veginn sem er.

„Aðalmálið í mínum huga er hvernig við verðum í þessum tveimur leikjum svona snemma á keppnistímabilinu,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari karlaliðs Vals í samtali við handbolta.is.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Óskar Bjarna efst í þesari frétt.

Sjá einnig:

Corsovic er klár í slaginn með Val í Evrópuleiknum

FH-ingar hefja keppni í Evrópudeildinni í Toulouse

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -