- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erum með sama kjarna og í fyrra – skemmtilegur tími framundan

- Auglýsing -

„Ég er ánægður með það sem ég hef fengið út úr æfingaleikjunum. Ég hef að minnsta kosti fengið svör við spurningum mínum sem er mikilvægt,“ segir Róbert Gunnarsson þjálfari karlaliðs Gróttu í samtali við handbolta.is en Róbert að hefja sitt þriðja keppnistímabil sem þjálfari liðsins.

Róbert segir liði Gróttu hafa vaxið jafnt og þétt fiskur um hrygg. Breytingar á leikmannahópum eru alltaf einhverjar en um leið og menn hafa komið úr öðrum félögum hafa yngri leikmenn úr starfi Gróttur sótt í sig veðrið og fengið stærri hlutverk. Fáar breytingar hafi átt sér stað í sumar hjá Gróttu sem skapi jafnvægi.

Gefur byr í seglin

„Við héldum nánast sama hóp á milli ára sem er gríðarlega jákvætt og gefur okkur betri möguleika á að halda áfram að vinna með hlutina frá síðasta tímabili. Við erum með sama kjarna og áður sem er gott og gefur okkur væntanlega aukin byr í seglin,“ segir Róbert en Gróttuliðið hefur undanfarin tímabil verið öðrum hvorum megin við barm úrslitakeppninnnar.

Skemmtilegur tími

Grótta fær KA í heimsókn í Hertzhöllina í fyrstu umferð Olísdeildar laugardaginn 7. september. Róbert segir að ævinlega sé eftirvænting í þjálfurum og leikmönnum áður en flautað er til leiks ár hver.

„Menn eru ekki alveg klárir á hvernig andstæðingarnir eru né eru alveg vissir hvar nákvæmlega þeir sjálfir standa. Margir halda spilunum þétt að sér. Þetta er skemmtilegur tími,“ segir Róbert Gunnarsson þjálfari karlaliðs Gróttu.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Róbert efst í þessari frétt.

Helstu félagaskipti:
Komnir: Atli Steinn Arnarson, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, Magnús Gunnar Karlsson (að láni), Sæþór Atlason.
Farnir: Ágúst Emil Grétarsson, Einar Baldvin Baldvinsson, Shuhei Narayama.

Leikjadagskrá Olísdeilda.

Fleiri viðtöl við þjálfara Olísdeildar karla:

Vissi vel að það væri áskorun falin í þessu starfi

Ungir og ferskir strákar sem eru tilbúnir að djöflast

Höfum mikinn áhuga á því að horfa ofar á töfluna í vetur

Ætlum okkur klárlega að gera betur en í fyrra

Erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á

Það er engan bilbug á okkur að finna

Kíktu bara á vegginn, þetta er allt mjög skýrt hér

Fáum alvöru generalprufu fyrir Evrópuleikinn

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -